Norðurá efst með 810 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2011 11:52 Norðurá hefur gefið flesta laxa það sem af er sumri Mynd af www.svfr.is Á vef LV www.angling.is má sjá nýjar uppfærðar veiðitölur úr ám landsins. Þar er Norðurá efst á listanum með 810 laxa sem er í alla staði prýðisgóð veiði. Blanda er í öðru sæti komin með 569 laxa og veiðin þar síðustu daga hefur verið góð og er að glæðast mikið á efri svæðunum. Annars eru næstu ár sem hér segir: Þverá/Kjarrá með 466 laxa, Selá er komin í 323 laxa sem er frábær veiði svona snemmsumars í henni, Elliðaárnar í 317, Miðfjarðará með 285 laxa sem er minna en í fyrra. Veiðin fer hægar af stað en síðustu ár en það ætti engin að örvænta enda er besti tíminn eftir og stórstraumur þann 16. júlí. Næstu ár á listanum eru Haffjarðará með 265 laxa, Langá með 255 laxa, Laxá í Aðaldal með 213 laxa, Grímsá með 165, Breiðdalsá er komin í 162 sem er frábært í þessari á. Menn eru farnir að veðja á að hún fari jafnvel vel yfir 1000 laxa þetta árið ef byrjunin segir eitthvað til um framhaldið því besti tíminn í henni hefur alltaf verið síðsumarið. Annars eru Laxá í Kjós og Bugða í 155 löxum, Ytri Rangá í 155, Eystri í 112, Hofsá í 102, Flóka í 100 og Laxá í Leirársveit í 100Laxá í Kjós 155, Ytri Rangá/Hólsá vesturbakki 155, Eystri Rangá 112, Hofsá 102, Flóka 100 og Laxá í Leirársveit 100. Sjá má fleiri tölur á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Á vef LV www.angling.is má sjá nýjar uppfærðar veiðitölur úr ám landsins. Þar er Norðurá efst á listanum með 810 laxa sem er í alla staði prýðisgóð veiði. Blanda er í öðru sæti komin með 569 laxa og veiðin þar síðustu daga hefur verið góð og er að glæðast mikið á efri svæðunum. Annars eru næstu ár sem hér segir: Þverá/Kjarrá með 466 laxa, Selá er komin í 323 laxa sem er frábær veiði svona snemmsumars í henni, Elliðaárnar í 317, Miðfjarðará með 285 laxa sem er minna en í fyrra. Veiðin fer hægar af stað en síðustu ár en það ætti engin að örvænta enda er besti tíminn eftir og stórstraumur þann 16. júlí. Næstu ár á listanum eru Haffjarðará með 265 laxa, Langá með 255 laxa, Laxá í Aðaldal með 213 laxa, Grímsá með 165, Breiðdalsá er komin í 162 sem er frábært í þessari á. Menn eru farnir að veðja á að hún fari jafnvel vel yfir 1000 laxa þetta árið ef byrjunin segir eitthvað til um framhaldið því besti tíminn í henni hefur alltaf verið síðsumarið. Annars eru Laxá í Kjós og Bugða í 155 löxum, Ytri Rangá í 155, Eystri í 112, Hofsá í 102, Flóka í 100 og Laxá í Leirársveit í 100Laxá í Kjós 155, Ytri Rangá/Hólsá vesturbakki 155, Eystri Rangá 112, Hofsá 102, Flóka 100 og Laxá í Leirársveit 100. Sjá má fleiri tölur á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði