Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2011 15:02 Laxi landað í Ytri Rangá Mynd af www.agn.is Ytri Rangá er í ágætis málum þessa daganna. 23 laxar komu á land í gær sem er með betri dögum sumarsins en 5 laxar komnir á land í morgun. Stefán sölustjóri hjá Laxá var við veiðar í gærkvöldi og sagði ánna líta vel út og sá nokkuð af laxi að ganga í gegnum í ánna. Hann setti í 16p hrygnu við Ægissíðufoss með norskan 20gr Kepler spún í kjaftinum en hrygnan endaði í klakkistu. Ef einhver saknar slíks spúns af þessu svæði nýlega þá er hann í tapað og fundið í veiðihúsinu við Rangárflúðir. Nú er stórstreymt um helgina og þá má reikna með að veiðin fari á fullt í flestum ánum sem hafa beðið eftir stóru göngunum á þessu sumri. það er að vísu ekkert öruggt í þessum efnum en veiðimenn eru bjartsýnir enda ekki annað hægt þegar besti tíminn í ánum er framundan. Birt með góðfúslegu lyefi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Ytri Rangá er í ágætis málum þessa daganna. 23 laxar komu á land í gær sem er með betri dögum sumarsins en 5 laxar komnir á land í morgun. Stefán sölustjóri hjá Laxá var við veiðar í gærkvöldi og sagði ánna líta vel út og sá nokkuð af laxi að ganga í gegnum í ánna. Hann setti í 16p hrygnu við Ægissíðufoss með norskan 20gr Kepler spún í kjaftinum en hrygnan endaði í klakkistu. Ef einhver saknar slíks spúns af þessu svæði nýlega þá er hann í tapað og fundið í veiðihúsinu við Rangárflúðir. Nú er stórstreymt um helgina og þá má reikna með að veiðin fari á fullt í flestum ánum sem hafa beðið eftir stóru göngunum á þessu sumri. það er að vísu ekkert öruggt í þessum efnum en veiðimenn eru bjartsýnir enda ekki annað hægt þegar besti tíminn í ánum er framundan. Birt með góðfúslegu lyefi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði