Golf

Birgir Leifur úr leik í Svíþjóð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Eiríkur Kristófersson
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi karla, er úr leik að loknum niðurskurði á áskorendamótaröðinni sem fram fer í Svíþjóð. Birgir leifur lék annan hringinn á sex höggum yfir pari.

Birgir Leifur lék fyrri hringinn í gær á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Síðustu menn sem komust í gegnum niðurskurðinn á mótinu léku hringina tvo á einu höggi yfir pari og því hefði Birgir Leifur þurft að leika hringinn í dag á pari.

Birgir Leifur fékk fugl á fyrstu holu líkt og í gær og lék næstu fimm holur á pari. Á sjöttu holu fékk hann skolla og svo tvöfaldan skolla á þeirri níundu. Fimm skollar á síðari níu gerðu úti um möguleika hans á að komast áfram.

Englendingurinn Olly Whiteley er efstur á sjö höggum undir pari.


Tengdar fréttir

Birgir lék á 73 höggum á fyrsta keppnisdegi í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi karla, lék á einu höggi yfir pari á fyrsta keppnisdegi á áskorendamótaröðinni sem fram fer í Svíþjóð. Birgir lék á 73 höggum en hann hóf leik á 10. braut og fékk fugl á 12. sem var þriðja hola dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×