Styttist í opnun Setbergsár Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2011 06:40 Mynd af www.svfr.is Árnefnd Setbergsár vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnun árinnar. Áin opnar þann 15.júlí næstkomandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á veiðihúsinu, sem satt best að segja var orðið dálítið þreytt. Að auki var settur upp teljari í laxastiganum í Illafossi og það verður fróðlegt að fylgjast með göngum þarna í sumar. Á myndinni má sjá Hermann Valsson formann árnefndar segja þeim Hallgrími Hólmsteinssyni og Magnúsi Hermannsyni fyrir verkum. Af veiði á Snæfellsnesi er það helst að frétta að ekkert lát virðist á góðri veiði í Hraunsfirði, þar er mikið af bleikju gengið í lónið. Eins hefur veiðin á vatnasvæði Lýsu glæðst og ágætis veiði hefur verið í Hítarvatni síðustu daga. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Veiðibúðir á Grænlandi opna í júlí Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði
Árnefnd Setbergsár vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnun árinnar. Áin opnar þann 15.júlí næstkomandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á veiðihúsinu, sem satt best að segja var orðið dálítið þreytt. Að auki var settur upp teljari í laxastiganum í Illafossi og það verður fróðlegt að fylgjast með göngum þarna í sumar. Á myndinni má sjá Hermann Valsson formann árnefndar segja þeim Hallgrími Hólmsteinssyni og Magnúsi Hermannsyni fyrir verkum. Af veiði á Snæfellsnesi er það helst að frétta að ekkert lát virðist á góðri veiði í Hraunsfirði, þar er mikið af bleikju gengið í lónið. Eins hefur veiðin á vatnasvæði Lýsu glæðst og ágætis veiði hefur verið í Hítarvatni síðustu daga. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Veiðibúðir á Grænlandi opna í júlí Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði