Veiðin í Langá á Mýrum þokast upp á við Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2011 12:58 Lax þreyttur við Neðri Hvítstaðahyl í Langá Mynd Sævar Haukdal Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið brokkgeng frá opnun. Veiðibókin stendur á hádegi í dag í 150 löxum sem er mun minna en undanfarin ár. Það er frábært vatn í Langá og fiskur er vel dreifður fyrir neðan Sveðjufoss. Fyrstu laxarnir komu úr Bjargstreng á "Fjallinu" þegar að tveir laxar fengust þann 4. júlí. Sumarið í sumar minnir um margt á veiðitímabilið 2007 þegar að göngur voru seint á ferðinni. Þegar að upp var staðið að hausti var þar þó á ferðinni eitt af betri tímabilum Langár. Mjög breytilegt er hvaða svæði eru vænlegust til veiða. Framan af var miðsvæði árinnar að gefa mest, svo datt svæði þrjú inn sem besta svæðið (Stangarhylssvæðið) og upp á síðkastið hefur neðsta svæðið gefið mest. Er það vonandi merki um auknar göngur í Langá. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði
Veiðin í Langá á Mýrum hefur verið brokkgeng frá opnun. Veiðibókin stendur á hádegi í dag í 150 löxum sem er mun minna en undanfarin ár. Það er frábært vatn í Langá og fiskur er vel dreifður fyrir neðan Sveðjufoss. Fyrstu laxarnir komu úr Bjargstreng á "Fjallinu" þegar að tveir laxar fengust þann 4. júlí. Sumarið í sumar minnir um margt á veiðitímabilið 2007 þegar að göngur voru seint á ferðinni. Þegar að upp var staðið að hausti var þar þó á ferðinni eitt af betri tímabilum Langár. Mjög breytilegt er hvaða svæði eru vænlegust til veiða. Framan af var miðsvæði árinnar að gefa mest, svo datt svæði þrjú inn sem besta svæðið (Stangarhylssvæðið) og upp á síðkastið hefur neðsta svæðið gefið mest. Er það vonandi merki um auknar göngur í Langá. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði