Það verða þær Maria Sharapova og Petra Kvitova sem mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Þær lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum mótsins í dag.
Hin rússneska Maria Sharapova lagði Þjóðverjann Sabine Lisicki í tveimur settum í fyrri leik dagsins 6-4 og 6-3. Sharapova byrjaði leikinn illa og lenti 0-3 undir í fyrra setti. Hún náði þó að snúa leiknum sér í hag.
Þetta er í fyrsta sinn sem Sharapova kemst í úrslit Wimbledon-mótsins síðan árið 2004 þegar hún sigraði á mótinu.
Í síðari leik dagsins sigraði Tékkinn Petra Kvitova hina hvít-rússnesku Victoriu Azarenka í þremur settum 6-1, 3-6 og 6-2. Kvitova er fyrsta örvhenta konan til þess að komast í úrslit mótsins síðan landi hennar Martina Mavratilova, sem síðan þá varð bandarískur ríkisborgari, komst í úrslit árið 1994.
Úrslitaleikurinn í kvennaflokki fer fram á laugardag.
Sharapova og Kvitova mætast í úrslitum á Wimbledon
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn

