Veiðisögur úr Blöndu og Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2011 16:39 Þórður og Rold með stórlaxinn úr Víðidalsá Mynd af www.lax-a.is Þórður Sigurðsson leiðsögumaður sendi okkur eftirfarandi rapport af veiðum norðan heiða, en þar er hann að leiðsegja þjóðverja sem er í annarri heimsókn sinni til landsins. Við gefum Þórði orðið: Rolf er búinn að vera að veiða síðust daga í Blöndu og í dag byrjaði hann í Víðidal. Það er óhætt að segja að á ýmsu hafi gengið í Blöndu. Í gær setti hann í 12 laxa og landaði tveimur. Hann varð fyrir því „óláni“ að setja í eitt af Blöndutröllunum í gær sem rétti upp krókana hjá honum. Sá fiskur var vel yfir 10 kg. Þegar hann átti Damminn sunnan megin setti hann í stóran fisk sem straujaði niður flúðirnar og hafði af honum skothaus, running línu og 20 metra af undirlínu. Honum tókst að landa 5 stórlöxum þá tvo daga sem hann veiddi þar. Hann var frekar niðurbrotin eftir þessa meðferð í Blöndu og þegar komið var í Víðidal var búið að vera tregfiskerí þar. Fyrstu vaktina landaði hann 98 cm hæng. Að vonum var hann kátur með þessar fínu viðtökur í Víðidal. Einhverjir myndu kannski segja að hann hafi átt þetta inni. Við þetta má svo bæta að Helgi Guðbrandsson landaði einnig einum vænum úr Harðeyrarstreng í gær, 101 cm að leng og tók sá hitchið. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði
Þórður Sigurðsson leiðsögumaður sendi okkur eftirfarandi rapport af veiðum norðan heiða, en þar er hann að leiðsegja þjóðverja sem er í annarri heimsókn sinni til landsins. Við gefum Þórði orðið: Rolf er búinn að vera að veiða síðust daga í Blöndu og í dag byrjaði hann í Víðidal. Það er óhætt að segja að á ýmsu hafi gengið í Blöndu. Í gær setti hann í 12 laxa og landaði tveimur. Hann varð fyrir því „óláni“ að setja í eitt af Blöndutröllunum í gær sem rétti upp krókana hjá honum. Sá fiskur var vel yfir 10 kg. Þegar hann átti Damminn sunnan megin setti hann í stóran fisk sem straujaði niður flúðirnar og hafði af honum skothaus, running línu og 20 metra af undirlínu. Honum tókst að landa 5 stórlöxum þá tvo daga sem hann veiddi þar. Hann var frekar niðurbrotin eftir þessa meðferð í Blöndu og þegar komið var í Víðidal var búið að vera tregfiskerí þar. Fyrstu vaktina landaði hann 98 cm hæng. Að vonum var hann kátur með þessar fínu viðtökur í Víðidal. Einhverjir myndu kannski segja að hann hafi átt þetta inni. Við þetta má svo bæta að Helgi Guðbrandsson landaði einnig einum vænum úr Harðeyrarstreng í gær, 101 cm að leng og tók sá hitchið. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði