Flott opnun í Fnjóská þrátt fyrir kulda 20. júní 2011 13:25 Mynd: www.svfr.is Þrátt fyrir að það sé búið að vera kaldranalegt í Fnjóskárdal undanfarið þá er laxinn mættur. Það voru stjórnarmenn í Flúðum sem hófu veiðitímabilið og var veitt á svæði 1. sem er neðsta svæðið í ánni. Alls komu 4 laxar á land sem voru um 10-11 pund. Fleiri tökur fengust og einn stórlax tapaðist eftir að hafa rétt upp krókana eftir mikil læti. Sagði veiðimaðurinn að fiskurinn sem hann landaði síðar hefði kannski slagað í það að vera hálfdrættingur á við þann er hann missti. Það er mjög fallegt vatn í ánni þessa dagana þar sem það hefur verið kalt og víst að fiskur gengur auðveldlega upp laxastigann enda sáust tvær boltableikjur í miðjum stiganum. Það er þó ansi hætt við því að vorleysingarnar eigi eftir að koma þegar hlýnar verulega eða rignir mikið. Eftir hamfarirnar í vetur hafa orðið breytingar á nokkrum stöðum þar sem bæði möl og björg hafa fæst til og er til að mynda rennan í Kolbeinspolli orðin töluvert breytt sem og mikið hefur hrunið ofan í Bjarghornið. Hvort þetta hefur áhrif á veiðina í þessum stöðum á eftir að koma í ljós. Frétt og mynd er fengin af vefsíðu Flúða. Á myndinni má sjá Guðmund Veiðimann með fallega laxa á opnunardaginn. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Þrátt fyrir að það sé búið að vera kaldranalegt í Fnjóskárdal undanfarið þá er laxinn mættur. Það voru stjórnarmenn í Flúðum sem hófu veiðitímabilið og var veitt á svæði 1. sem er neðsta svæðið í ánni. Alls komu 4 laxar á land sem voru um 10-11 pund. Fleiri tökur fengust og einn stórlax tapaðist eftir að hafa rétt upp krókana eftir mikil læti. Sagði veiðimaðurinn að fiskurinn sem hann landaði síðar hefði kannski slagað í það að vera hálfdrættingur á við þann er hann missti. Það er mjög fallegt vatn í ánni þessa dagana þar sem það hefur verið kalt og víst að fiskur gengur auðveldlega upp laxastigann enda sáust tvær boltableikjur í miðjum stiganum. Það er þó ansi hætt við því að vorleysingarnar eigi eftir að koma þegar hlýnar verulega eða rignir mikið. Eftir hamfarirnar í vetur hafa orðið breytingar á nokkrum stöðum þar sem bæði möl og björg hafa fæst til og er til að mynda rennan í Kolbeinspolli orðin töluvert breytt sem og mikið hefur hrunið ofan í Bjarghornið. Hvort þetta hefur áhrif á veiðina í þessum stöðum á eftir að koma í ljós. Frétt og mynd er fengin af vefsíðu Flúða. Á myndinni má sjá Guðmund Veiðimann með fallega laxa á opnunardaginn. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði