Golf

Rory McIlroy í fjórða sæti heimslistans - Tiger í 17. sæti

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Rory McIlroy er í fjórða sæti heimslistans í golfi eftir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í gær og hefur hinn 22 ára gamli Norður-Íri aldrei verið ofar á þessum lista.
Rory McIlroy er í fjórða sæti heimslistans í golfi eftir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í gær og hefur hinn 22 ára gamli Norður-Íri aldrei verið ofar á þessum lista. AP
Rory McIlroy er í fjórða sæti heimslistans í golfi eftir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í gær og hefur hinn 22 ára gamli Norður-Íri aldrei verið ofar á þessum lista. Luke Donald frá Englandi er enn efstur en hann hefur verið í efsta sætinu undanfarnar þrjár vikur.

Landi hans Lee Westwood andar ofaní hálsmálið á Donald því munurinn er aðeins 0,26 stig eftir að Westwood endaði í þriðja sæti á opna bandaríska. Martin Kaymer frá Þýskalandi er þriðji á þessum lista. Tiger Woods heldur áfram að hrapa eins og steinn niður listann en hann er í 17. sæti.

10 efstu á heimslistanum:

1. Luke Donald, England 9.06 stig

2. Lee Westwood, England 8.80 stig

3. Martin Kaymer, Þýskaland 7.22 stig

4. Rory McIlroy, Norður-Írland 7.19 stig

5. Steve Stricker, Bandaríkin 6.50 stig

6. Phil Mickelson, Bandaríkin 6.01 stig

7. Matt Kuchar, Bandaríkin 5.67 stig

8. Graeme McDowell, Norður-Írland 5.53 stig

9. Jason Day, Ástralía 5.47 stig

10. Charl Schwartzel, Suður-Afríka 5.24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×