Loksins líf í Straumunum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2011 09:53 Úr Straumunum Mynd: SVFR Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkvöldi. Þegar að veiðimenn bar að í hádeginu í gær voru aðeins komnir átta laxar í bókina. Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár, en þegar að vatnsmagn er gott í Norðurá þá stoppar laxinn skemur í vatnamótunum. Þó geta Straumarnir verið góðir þegar að vatn er gott, en þá þarf að vera töluverð laxgengd. Svo virðist hafa verið raunin í gær þegar að stangirnar tvær fengu fimm laxa á eftirmiðdagsvaktinni. Voru þeir allt að 82 cm. Er við heyrðum í veiðimönnum í morgun þá voru þeir enn í fiski, og vonandi að Straumarnir séu komnir á gott ról. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði
Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkvöldi. Þegar að veiðimenn bar að í hádeginu í gær voru aðeins komnir átta laxar í bókina. Straumarnir eru ármót Norðurár og Hvítár, en þegar að vatnsmagn er gott í Norðurá þá stoppar laxinn skemur í vatnamótunum. Þó geta Straumarnir verið góðir þegar að vatn er gott, en þá þarf að vera töluverð laxgengd. Svo virðist hafa verið raunin í gær þegar að stangirnar tvær fengu fimm laxa á eftirmiðdagsvaktinni. Voru þeir allt að 82 cm. Er við heyrðum í veiðimönnum í morgun þá voru þeir enn í fiski, og vonandi að Straumarnir séu komnir á gott ról. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði