Vettel: Góður dagur fyrir liðið 25. júní 2011 17:46 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í Valencia í dag. AP mynd: Alberto Saiz Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. „Í heildina litið var þetta góður dagur fyrir liðið, en þetta verður löng keppni á morun og mótið tekur á. Brautin er erfið, og það eru 25 beygjur í hverjum hring og erfitt að ná þeim öllum eins og best verður á kosið og ná fullkomnum hring", sagði Vettel á fundi með fréttamönnum í dag. Hann kvaðst ánægður með fyrsta sprettinn í lokaumferð tímatökunnar þar sem hann tryggði sér í raun besta tíma. Mark Webber liðsfélagi Vettel hjá Red Bull nældi í annað sætið í lok tímatökunnar og varð á undan Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. Red Bull er því með tvo fremstu ökumennina í fremstu röð á ráslínu í þriðja skipti á árinu. „Ég er ánægður og Mark með seinni tilraun sína. Þannig að þetta eru góð úrslit og góður staður að vera á í ræsingunni á morgun. Við sjáum hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun. Útsendingin verður í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. „Í heildina litið var þetta góður dagur fyrir liðið, en þetta verður löng keppni á morun og mótið tekur á. Brautin er erfið, og það eru 25 beygjur í hverjum hring og erfitt að ná þeim öllum eins og best verður á kosið og ná fullkomnum hring", sagði Vettel á fundi með fréttamönnum í dag. Hann kvaðst ánægður með fyrsta sprettinn í lokaumferð tímatökunnar þar sem hann tryggði sér í raun besta tíma. Mark Webber liðsfélagi Vettel hjá Red Bull nældi í annað sætið í lok tímatökunnar og varð á undan Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. Red Bull er því með tvo fremstu ökumennina í fremstu röð á ráslínu í þriðja skipti á árinu. „Ég er ánægður og Mark með seinni tilraun sína. Þannig að þetta eru góð úrslit og góður staður að vera á í ræsingunni á morgun. Við sjáum hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun. Útsendingin verður í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira