Nadal og Federer áfram - Söderling úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2011 18:28 Roger Federer frá Sviss. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal og Roger Federer komust báðir áfram í 16-manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Öllum viðureignum í 32-manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki er lokið. Nadal vann Gilles Müller frá Lúxemborg í þremur settum, 7-6, 7-6 og 6-0. Viðureignin hófst reyndar í gær en þá þurfti að hætta leik vegna rigningar. Nadal mætir Juan Martin Del Potro frá Argentínu í næstu umferð. Nadal gæti mætt Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi vann fremur þægilegan sigur á David Nalbandian frá Argentínu í dag, 6-4, 6-2 og 6-4. Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins í fyrra en hann hefur alls sex sinnum unnið þennan titil. Í ár fær hann því aftur tækifæri til að jafna met Bandaríkjamannsins Pete Sampras sem vann Wimbledon-titilinn alls sjö sinnum á ferlinum. Federer hefur reyndar verið í lægð að undanförnu og ekki unnið stórmót síðan hann fann opna ástralska meistaramótið í janúar í fyrra. Af öðrum úrslitum má nefna að Svíinn Robin Söderling, fimmti efsti maður á styrkleikalistanum, féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Ástralanum Bernard Tomic, 6-1, 6-4 og 7-5. Tomic er aðeins átján ára gamall og í 158. sæti heimslistans. Þá vann Novak Djokovic sigur á Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 4-6, 6-4, 6-3 og 6-4 í frábærri viðureign en það tók Djokovic meira en tíu mínútur að vinna síðustu lotuna. Í kvennaflokki eru fjórar af tíu efstu á styrkleikalistanum fallnar úr leik en Williams-systurnar, Venus og Serena, eru enn á meðal keppenda sem og þær Caroline Wozniacki frá Danmörku og Maria Sharapova frá Rússlandi. Williams-systur hafa nánast einokað þetta mót síðustu ár og unnið í níu skipti af síðustu ellefu. Venus í alls fimm skipti og Serena fjögur.16-manna úrslit karla: Rafael Nadal (Spáni) - JM del Potro (Argentínu) Mardy Fish (Bandaríkjunum) - Tomas Berdych (Tékklandi) Andy Murray (Bretlandi) - Richard Gasquet (Frakklandi) Lukas Kubot (Póllandi) - Feliciano Lopez (Spáni) David Ferrer (Spáni) - Jo-Wilfried Tsonga (Frakklandi) Mikhail Youzhny (Rússlandi) - Roger Federer (Sviss) Bernard Tomic (Ástralíu) - Xavier Malisse (Belgíu) Michael Llodra (Frakklandi) - Novak Djokovic (Serbíu)16-manna úrslit kvenna: Caroline Wozniacki (Danmörku) - Dominika Cibulkova (Slóvakíu) Shuai Peng (Kína) - Maria Sharapova (Rússlandi) Sabine Lisicki (Belgíu) - Petra Cetkovska (Tékklandi) Marion Bartoli (Frakklandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Tamira Baszek (Austurríki) - Ksenia Pervak (Rússlandi) Nadia Petrova (Rússlandi) - Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) Petra Kvitova (Tékklandi) - Yanina Wickmayer (Belgíu) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Tsvetana Pironkova (Búlgaríu) Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
Rafael Nadal og Roger Federer komust báðir áfram í 16-manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Öllum viðureignum í 32-manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki er lokið. Nadal vann Gilles Müller frá Lúxemborg í þremur settum, 7-6, 7-6 og 6-0. Viðureignin hófst reyndar í gær en þá þurfti að hætta leik vegna rigningar. Nadal mætir Juan Martin Del Potro frá Argentínu í næstu umferð. Nadal gæti mætt Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi vann fremur þægilegan sigur á David Nalbandian frá Argentínu í dag, 6-4, 6-2 og 6-4. Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins í fyrra en hann hefur alls sex sinnum unnið þennan titil. Í ár fær hann því aftur tækifæri til að jafna met Bandaríkjamannsins Pete Sampras sem vann Wimbledon-titilinn alls sjö sinnum á ferlinum. Federer hefur reyndar verið í lægð að undanförnu og ekki unnið stórmót síðan hann fann opna ástralska meistaramótið í janúar í fyrra. Af öðrum úrslitum má nefna að Svíinn Robin Söderling, fimmti efsti maður á styrkleikalistanum, féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Ástralanum Bernard Tomic, 6-1, 6-4 og 7-5. Tomic er aðeins átján ára gamall og í 158. sæti heimslistans. Þá vann Novak Djokovic sigur á Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 4-6, 6-4, 6-3 og 6-4 í frábærri viðureign en það tók Djokovic meira en tíu mínútur að vinna síðustu lotuna. Í kvennaflokki eru fjórar af tíu efstu á styrkleikalistanum fallnar úr leik en Williams-systurnar, Venus og Serena, eru enn á meðal keppenda sem og þær Caroline Wozniacki frá Danmörku og Maria Sharapova frá Rússlandi. Williams-systur hafa nánast einokað þetta mót síðustu ár og unnið í níu skipti af síðustu ellefu. Venus í alls fimm skipti og Serena fjögur.16-manna úrslit karla: Rafael Nadal (Spáni) - JM del Potro (Argentínu) Mardy Fish (Bandaríkjunum) - Tomas Berdych (Tékklandi) Andy Murray (Bretlandi) - Richard Gasquet (Frakklandi) Lukas Kubot (Póllandi) - Feliciano Lopez (Spáni) David Ferrer (Spáni) - Jo-Wilfried Tsonga (Frakklandi) Mikhail Youzhny (Rússlandi) - Roger Federer (Sviss) Bernard Tomic (Ástralíu) - Xavier Malisse (Belgíu) Michael Llodra (Frakklandi) - Novak Djokovic (Serbíu)16-manna úrslit kvenna: Caroline Wozniacki (Danmörku) - Dominika Cibulkova (Slóvakíu) Shuai Peng (Kína) - Maria Sharapova (Rússlandi) Sabine Lisicki (Belgíu) - Petra Cetkovska (Tékklandi) Marion Bartoli (Frakklandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Tamira Baszek (Austurríki) - Ksenia Pervak (Rússlandi) Nadia Petrova (Rússlandi) - Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) Petra Kvitova (Tékklandi) - Yanina Wickmayer (Belgíu) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Tsvetana Pironkova (Búlgaríu)
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira