Nadal og Federer áfram - Söderling úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2011 18:28 Roger Federer frá Sviss. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal og Roger Federer komust báðir áfram í 16-manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Öllum viðureignum í 32-manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki er lokið. Nadal vann Gilles Müller frá Lúxemborg í þremur settum, 7-6, 7-6 og 6-0. Viðureignin hófst reyndar í gær en þá þurfti að hætta leik vegna rigningar. Nadal mætir Juan Martin Del Potro frá Argentínu í næstu umferð. Nadal gæti mætt Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi vann fremur þægilegan sigur á David Nalbandian frá Argentínu í dag, 6-4, 6-2 og 6-4. Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins í fyrra en hann hefur alls sex sinnum unnið þennan titil. Í ár fær hann því aftur tækifæri til að jafna met Bandaríkjamannsins Pete Sampras sem vann Wimbledon-titilinn alls sjö sinnum á ferlinum. Federer hefur reyndar verið í lægð að undanförnu og ekki unnið stórmót síðan hann fann opna ástralska meistaramótið í janúar í fyrra. Af öðrum úrslitum má nefna að Svíinn Robin Söderling, fimmti efsti maður á styrkleikalistanum, féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Ástralanum Bernard Tomic, 6-1, 6-4 og 7-5. Tomic er aðeins átján ára gamall og í 158. sæti heimslistans. Þá vann Novak Djokovic sigur á Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 4-6, 6-4, 6-3 og 6-4 í frábærri viðureign en það tók Djokovic meira en tíu mínútur að vinna síðustu lotuna. Í kvennaflokki eru fjórar af tíu efstu á styrkleikalistanum fallnar úr leik en Williams-systurnar, Venus og Serena, eru enn á meðal keppenda sem og þær Caroline Wozniacki frá Danmörku og Maria Sharapova frá Rússlandi. Williams-systur hafa nánast einokað þetta mót síðustu ár og unnið í níu skipti af síðustu ellefu. Venus í alls fimm skipti og Serena fjögur.16-manna úrslit karla: Rafael Nadal (Spáni) - JM del Potro (Argentínu) Mardy Fish (Bandaríkjunum) - Tomas Berdych (Tékklandi) Andy Murray (Bretlandi) - Richard Gasquet (Frakklandi) Lukas Kubot (Póllandi) - Feliciano Lopez (Spáni) David Ferrer (Spáni) - Jo-Wilfried Tsonga (Frakklandi) Mikhail Youzhny (Rússlandi) - Roger Federer (Sviss) Bernard Tomic (Ástralíu) - Xavier Malisse (Belgíu) Michael Llodra (Frakklandi) - Novak Djokovic (Serbíu)16-manna úrslit kvenna: Caroline Wozniacki (Danmörku) - Dominika Cibulkova (Slóvakíu) Shuai Peng (Kína) - Maria Sharapova (Rússlandi) Sabine Lisicki (Belgíu) - Petra Cetkovska (Tékklandi) Marion Bartoli (Frakklandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Tamira Baszek (Austurríki) - Ksenia Pervak (Rússlandi) Nadia Petrova (Rússlandi) - Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) Petra Kvitova (Tékklandi) - Yanina Wickmayer (Belgíu) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Tsvetana Pironkova (Búlgaríu) Erlendar Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Rafael Nadal og Roger Federer komust báðir áfram í 16-manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Öllum viðureignum í 32-manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki er lokið. Nadal vann Gilles Müller frá Lúxemborg í þremur settum, 7-6, 7-6 og 6-0. Viðureignin hófst reyndar í gær en þá þurfti að hætta leik vegna rigningar. Nadal mætir Juan Martin Del Potro frá Argentínu í næstu umferð. Nadal gæti mætt Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi vann fremur þægilegan sigur á David Nalbandian frá Argentínu í dag, 6-4, 6-2 og 6-4. Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins í fyrra en hann hefur alls sex sinnum unnið þennan titil. Í ár fær hann því aftur tækifæri til að jafna met Bandaríkjamannsins Pete Sampras sem vann Wimbledon-titilinn alls sjö sinnum á ferlinum. Federer hefur reyndar verið í lægð að undanförnu og ekki unnið stórmót síðan hann fann opna ástralska meistaramótið í janúar í fyrra. Af öðrum úrslitum má nefna að Svíinn Robin Söderling, fimmti efsti maður á styrkleikalistanum, féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Ástralanum Bernard Tomic, 6-1, 6-4 og 7-5. Tomic er aðeins átján ára gamall og í 158. sæti heimslistans. Þá vann Novak Djokovic sigur á Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 4-6, 6-4, 6-3 og 6-4 í frábærri viðureign en það tók Djokovic meira en tíu mínútur að vinna síðustu lotuna. Í kvennaflokki eru fjórar af tíu efstu á styrkleikalistanum fallnar úr leik en Williams-systurnar, Venus og Serena, eru enn á meðal keppenda sem og þær Caroline Wozniacki frá Danmörku og Maria Sharapova frá Rússlandi. Williams-systur hafa nánast einokað þetta mót síðustu ár og unnið í níu skipti af síðustu ellefu. Venus í alls fimm skipti og Serena fjögur.16-manna úrslit karla: Rafael Nadal (Spáni) - JM del Potro (Argentínu) Mardy Fish (Bandaríkjunum) - Tomas Berdych (Tékklandi) Andy Murray (Bretlandi) - Richard Gasquet (Frakklandi) Lukas Kubot (Póllandi) - Feliciano Lopez (Spáni) David Ferrer (Spáni) - Jo-Wilfried Tsonga (Frakklandi) Mikhail Youzhny (Rússlandi) - Roger Federer (Sviss) Bernard Tomic (Ástralíu) - Xavier Malisse (Belgíu) Michael Llodra (Frakklandi) - Novak Djokovic (Serbíu)16-manna úrslit kvenna: Caroline Wozniacki (Danmörku) - Dominika Cibulkova (Slóvakíu) Shuai Peng (Kína) - Maria Sharapova (Rússlandi) Sabine Lisicki (Belgíu) - Petra Cetkovska (Tékklandi) Marion Bartoli (Frakklandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Tamira Baszek (Austurríki) - Ksenia Pervak (Rússlandi) Nadia Petrova (Rússlandi) - Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) Petra Kvitova (Tékklandi) - Yanina Wickmayer (Belgíu) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Tsvetana Pironkova (Búlgaríu)
Erlendar Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira