Flott opnun í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2011 12:45 Fyrsti laxinn úr Víðidalsá 2011 Mynd: www.lax-a.is Eftir 2 vaktir eru a.m.k. 9 stórlaxar komnir á land í Víðidalsá og veiddist víðsvegar um ánna. Harðeyrarstrengur, Efri Garðar, Ármót og Laxapollur gáfu t.a.m. allir fiska og er víst talsvert af laxi í Laxapolli. Laxarnir sem komu á land voru allir á bilinu 80 – 85 cm að lengd og var öllum sleppt aftur enda sleppiskylda á stórlaxi í Víðidalnum. Skilyrði eru nokkuð erfið þar nyrðra, hiti ekki nema um 5 gráður og norðanáttin leikur við menn og málleysingja, það þarf því að hafa talsvert fyrir hverjum lönduðum laxi. Einhver hlýnun er þó í kortunum og verður líklega gaman norðan heiða þegar hitinn fer að skríða í tveggja stafa tölu. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Veiðibúðir á Grænlandi opna í júlí Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði
Eftir 2 vaktir eru a.m.k. 9 stórlaxar komnir á land í Víðidalsá og veiddist víðsvegar um ánna. Harðeyrarstrengur, Efri Garðar, Ármót og Laxapollur gáfu t.a.m. allir fiska og er víst talsvert af laxi í Laxapolli. Laxarnir sem komu á land voru allir á bilinu 80 – 85 cm að lengd og var öllum sleppt aftur enda sleppiskylda á stórlaxi í Víðidalnum. Skilyrði eru nokkuð erfið þar nyrðra, hiti ekki nema um 5 gráður og norðanáttin leikur við menn og málleysingja, það þarf því að hafa talsvert fyrir hverjum lönduðum laxi. Einhver hlýnun er þó í kortunum og verður líklega gaman norðan heiða þegar hitinn fer að skríða í tveggja stafa tölu. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Veiðibúðir á Grænlandi opna í júlí Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði