Vettel og Red Bull í sterkri stöðu í stigamóti ökumanna og bílasmiða 27. júní 2011 13:23 Starfsmenn Red Bull eftir að hafa náð fyrsta og öðru sæti í mótinu í Valencia í gær. Mynd: Getty Images/Clive Rose/Red Bull Racing Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. „Hann einbeitir sér að því að sigra. Í Montreal tók hann á öllu sem hann átti í síðasta hring af því hann vidi vera á undan á svæði sem gaf möguleika á framúrakstri. En það gekk ekki upp þar. En hugur hans vill 25 stig", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel er með 186 stig í stigakeppni ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull og Jenson Button hjá McLaren 109 hvor. Fyrir sigur fást 25 stig og staða Vettel er mjög sterk. Jafnvel þó Vettel félli úr leik í næstu þremur mótum og fengi engin stig, þá yrði hann enn efstur að stigum, þó að annaðhvort Webber eða Button ynnu þrjá sigra í röð og fengju þannig 75 stig til viðbótar. Vettel yrði samt með tveggja stiga forskot. Ellefu mót eru enn eftir í Formúlu 1 á árinu. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða með 295 stig, McLaren er með 206 og Ferrari 129. „Við munum einbeita okkur að móti frá móti, að hámarka árangur okkar um hverja mótshelgi. Um helgina vorum við þremur stigum frá því að ná hámarksárangri og náðum báðum bílum í verðlaunasæti", sagði Horner. Horner sagði Vettel og Red Bull liðið hafa komið sér í sterka stöðu, en að mikið væri eftir af keppnistímabilinu. „Við höfum nýtt möguleika okkar til þessa og það er gefandi fyrir liðið", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. „Hann einbeitir sér að því að sigra. Í Montreal tók hann á öllu sem hann átti í síðasta hring af því hann vidi vera á undan á svæði sem gaf möguleika á framúrakstri. En það gekk ekki upp þar. En hugur hans vill 25 stig", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel er með 186 stig í stigakeppni ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull og Jenson Button hjá McLaren 109 hvor. Fyrir sigur fást 25 stig og staða Vettel er mjög sterk. Jafnvel þó Vettel félli úr leik í næstu þremur mótum og fengi engin stig, þá yrði hann enn efstur að stigum, þó að annaðhvort Webber eða Button ynnu þrjá sigra í röð og fengju þannig 75 stig til viðbótar. Vettel yrði samt með tveggja stiga forskot. Ellefu mót eru enn eftir í Formúlu 1 á árinu. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða með 295 stig, McLaren er með 206 og Ferrari 129. „Við munum einbeita okkur að móti frá móti, að hámarka árangur okkar um hverja mótshelgi. Um helgina vorum við þremur stigum frá því að ná hámarksárangri og náðum báðum bílum í verðlaunasæti", sagði Horner. Horner sagði Vettel og Red Bull liðið hafa komið sér í sterka stöðu, en að mikið væri eftir af keppnistímabilinu. „Við höfum nýtt möguleika okkar til þessa og það er gefandi fyrir liðið", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira