Veiðisaga úr Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2011 21:00 23 punda lax af Breiðunni í Blöndu Mynd: www.lax-a.is Eins og við sögðum frá fyrr í dag þá er Blanda 1 að detta í 200 laxa, það telst svosem ekki neitt júnímet en er í góðu meðallagi. Eins og fyrri daginn er talsvert um að stórir fiskar séu að rétta upp króka og láta sig hverfa. Kristinn Gunnarsson leiðsögumaður setti í einn slíkan um daginn og sá tók á Breiðunni og lét sig húrra niður að broti. Kiddi er nú eldri en tvævetur í þessu sporti og tók fast á laxinum og náði að koma honum af brotinu og upp á Breiðuna aftur. En Adam var ekki lengi í paradís því laxinn fékk nóg af þessari vitleysu og snéri til baka, rétti upp krókana á Kamazan þríkrækju númer 6 og lét sig hverfa. Það eru akkúrat svona tilfelli sem veiðimenn vonast eftir þegar þeir halda til júníveiða í Blöndu að setja í alvöru lax. Staðreyndin er nefninlega sú að þessir laxar nást eiginlega aldrei á land heldur hreina línuna af hjólinu og annaðhvort slíta tauminn/línuna eða rétta úr krókum. Undanfarna tvo daga hafa a.m.k. tveir veiðimenn lent í því að laxar sem þessi hafi búið til prjón úr krókum – en þeim er alveg sama, tilgangurinn með ferðinni var að setja í alvöru lax og það tókst. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði
Eins og við sögðum frá fyrr í dag þá er Blanda 1 að detta í 200 laxa, það telst svosem ekki neitt júnímet en er í góðu meðallagi. Eins og fyrri daginn er talsvert um að stórir fiskar séu að rétta upp króka og láta sig hverfa. Kristinn Gunnarsson leiðsögumaður setti í einn slíkan um daginn og sá tók á Breiðunni og lét sig húrra niður að broti. Kiddi er nú eldri en tvævetur í þessu sporti og tók fast á laxinum og náði að koma honum af brotinu og upp á Breiðuna aftur. En Adam var ekki lengi í paradís því laxinn fékk nóg af þessari vitleysu og snéri til baka, rétti upp krókana á Kamazan þríkrækju númer 6 og lét sig hverfa. Það eru akkúrat svona tilfelli sem veiðimenn vonast eftir þegar þeir halda til júníveiða í Blöndu að setja í alvöru lax. Staðreyndin er nefninlega sú að þessir laxar nást eiginlega aldrei á land heldur hreina línuna af hjólinu og annaðhvort slíta tauminn/línuna eða rétta úr krókum. Undanfarna tvo daga hafa a.m.k. tveir veiðimenn lent í því að laxar sem þessi hafi búið til prjón úr krókum – en þeim er alveg sama, tilgangurinn með ferðinni var að setja í alvöru lax og það tókst. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á
Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði