Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Breiðabliks var svekkt eftir 4-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Fanndís skoraði tvö mörk í leiknum en þau dugðu skammt.
„Ég er hálf orðlaus. Það er hundleiðinlegt að missa þetta niður. Við vorum heppnar að þær voru ekki búnar að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við mættum ekki til leiks fyrr en við skoruðum. Þær áttu þetta skilið í dag," sagði Fanndís.
Fanndís sagði að þriðja mark Akureyringa hefði dregið mátt úr Blikunum.
„Það er leiðinlegt að fá á sig svona aulamark úr aukaspyrnu af mjög löngu færi," sagði Fanndís.
Fanndísi fannst Þór/KA hafa yfirburði á miðjunni sem skipti sköpum.
„Á miðjunni höfðu þær yfirhöndina. Þær unnu flest alla skallabolta. En það er leiðinlegt að svona gott lið geti ekki spilað venjulega. Þurfi að setja fimm í vörnina. Það er hundleiðinlegt."
Fanndís skoraði tvö mörk sem bæði komu eftir sendingar frá Gretu Mjöll Samúelsdóttur. Þær virtust ná vel saman í leiknum.
„Já það eru batamerki. Vonandi höldum við áfram og tökum næsta leik."
Blikar sitja nú fimm stigum á eftir Þór/KA. Fanndís segir spilamennskuna ekki hafa verið nógu góða.
„Nei við erum engan veg á þeirri braut sem við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera í efri hlutanum en ekki staðið undir væntingum okkar sjálfra."
Fanndís: Leiðinlegt að fá á sig svona aulamark
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti