Button: Besti sigurinn á ferlinum 13. júní 2011 00:58 Jenson Button fagnar sigri með McLaren liðinu í Montreal í Kanada. Mynd: Vodafone McLaren Jenson Button telur að sigur hans á Gilles Villeneuve Formúlu 1 brautinni í Montreal í Kanada á sunnudag hafi verið sá besti sem hann hefur náð að landa á ferlinum. Hann komst framúr Sebastian Vettel í síðasta hring, eftir að hafa verið síðastur í mótinu um tíma. „Þetta er besti sigur minn á ferlinum og þetta er því sérstakur dagur. Ég barðist frá síðasta sæti í það fyrsta og fór framúr bílum fyrir framan mig í brautinni. Að vinna með því að komast framúr keppinautum í brautinni gerir þetta enn betra", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það er alltaf erfitt að keyra við breytilegar aðstæður, en ég elska þegar maður þarf að leita eftir gripi á brautinni, frekar en að vita hvar það er að finna. Þetta var magnaður sigur og hefði vart getað verið betri. Sérstaklega þar sem ég hélt að við værum með unnið mót í Mónakó, en .ar ueðum við fyrir vonbrigðum. Ég var heppinn að Sebastian (Vettel) gerði mistök í síðasta hring, en ég tel að ég hafi átti heppni skilið!" Button lenti í samstuði við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í Montreal mótinu, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. „Ég sá ekki neitt fyrir aftan mig nema þokukenndan Vodafone eldinga rauðan lit, en það hefði getað verið afturvængurinn minn, þar sem hann er eins á litinn og hjá Hamilton. Ég færði mig til vinstri, sem er aksturslínan, fann högg og taldi þessu vera lokið hjá okkur báðum. Lewis veit ég gerði þetta ekki viljandi og ég veit að hann gerði þetta ekki viljandi. Ég ræddi við hann fyrir endurræsinguna og allt er í lagi." „Ég vil óska Dave (Robson), keppnis-verkfræðingi mínum til hamingju. Við höfum ekki unnið mót saman áður og þetta er því sérstakt fyrir hann eins og mig. Nú vill ég bara njóta augnabliksins. Ég hef beðið þess lengi og þetta hefði ekki getað verið sætara. Ég get ekki hætt að brosa núna!", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button telur að sigur hans á Gilles Villeneuve Formúlu 1 brautinni í Montreal í Kanada á sunnudag hafi verið sá besti sem hann hefur náð að landa á ferlinum. Hann komst framúr Sebastian Vettel í síðasta hring, eftir að hafa verið síðastur í mótinu um tíma. „Þetta er besti sigur minn á ferlinum og þetta er því sérstakur dagur. Ég barðist frá síðasta sæti í það fyrsta og fór framúr bílum fyrir framan mig í brautinni. Að vinna með því að komast framúr keppinautum í brautinni gerir þetta enn betra", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það er alltaf erfitt að keyra við breytilegar aðstæður, en ég elska þegar maður þarf að leita eftir gripi á brautinni, frekar en að vita hvar það er að finna. Þetta var magnaður sigur og hefði vart getað verið betri. Sérstaklega þar sem ég hélt að við værum með unnið mót í Mónakó, en .ar ueðum við fyrir vonbrigðum. Ég var heppinn að Sebastian (Vettel) gerði mistök í síðasta hring, en ég tel að ég hafi átti heppni skilið!" Button lenti í samstuði við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton í Montreal mótinu, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. „Ég sá ekki neitt fyrir aftan mig nema þokukenndan Vodafone eldinga rauðan lit, en það hefði getað verið afturvængurinn minn, þar sem hann er eins á litinn og hjá Hamilton. Ég færði mig til vinstri, sem er aksturslínan, fann högg og taldi þessu vera lokið hjá okkur báðum. Lewis veit ég gerði þetta ekki viljandi og ég veit að hann gerði þetta ekki viljandi. Ég ræddi við hann fyrir endurræsinguna og allt er í lagi." „Ég vil óska Dave (Robson), keppnis-verkfræðingi mínum til hamingju. Við höfum ekki unnið mót saman áður og þetta er því sérstakt fyrir hann eins og mig. Nú vill ég bara njóta augnabliksins. Ég hef beðið þess lengi og þetta hefði ekki getað verið sætara. Ég get ekki hætt að brosa núna!", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira