Laxinn mættur í Sogið Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2011 09:19 Mynd: www.svfr.is Lax er genginn í Sogið og sáust til að mynda þrír laxar á Öldunni, ofan af brúnni við Þrastarlund, síðastliðinn laugardag. Það voru nemendur og kennarar á flugukastnámskeiði Veiðiflugna sem sáu laxana ofan af brúnni. Ekki var inni í myndinni að kasta á þann silfraða, veiði er ekki leyfð á svæðinu fyrr en síðla þessa mánaðar, og aðeins notast við bómullarhnoðra á línuendanum við kennsluna. Hins vegar var hann í allbetra færi veiðiþjófurinn sem var gómaður í Alviðru í gær með Tobyspón. Tekið var niður bílnúmer viðkomandi, myndir teknar og hann væntanlega kærður í fyrramálið. Þó er veitt á tveimur silungasvæðum í Soginu, fyrir landi Þrastarlundar og Ásgarðs. Kæmi það ekki á óvart þó að veiðimenn á þessum svæðum kræktu í lax áður en að formlegt laxveiðitímabil hefst í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði
Lax er genginn í Sogið og sáust til að mynda þrír laxar á Öldunni, ofan af brúnni við Þrastarlund, síðastliðinn laugardag. Það voru nemendur og kennarar á flugukastnámskeiði Veiðiflugna sem sáu laxana ofan af brúnni. Ekki var inni í myndinni að kasta á þann silfraða, veiði er ekki leyfð á svæðinu fyrr en síðla þessa mánaðar, og aðeins notast við bómullarhnoðra á línuendanum við kennsluna. Hins vegar var hann í allbetra færi veiðiþjófurinn sem var gómaður í Alviðru í gær með Tobyspón. Tekið var niður bílnúmer viðkomandi, myndir teknar og hann væntanlega kærður í fyrramálið. Þó er veitt á tveimur silungasvæðum í Soginu, fyrir landi Þrastarlundar og Ásgarðs. Kæmi það ekki á óvart þó að veiðimenn á þessum svæðum kræktu í lax áður en að formlegt laxveiðitímabil hefst í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði