Belgíska tenniskonan Kim Clijsters hefur dregið sig út úr Wimbledon-mótinu í tennis sem hefst um helgina. Clijsters sem er önnur á heimslistanum glímir við meiðsli á fæti. Hún segir það mikil vonbrigði að þurfa að hætta við þátttöku.
Clijsters hefði verið röðuð önnur í mótið en slasaðist á fæti á Opna Unicef mótinu í Hollandi á þriðjudag.
„Ég er mjög vonsvikinn að þetta gerist svo skömmu fyrir eitt uppáhalds mótið mitt. Mér hefur alltaf fundist frábært að vera hluti af andrúmsloftinu á Wimbledon-mótinu en ég hef enga kosti í stöðunni. Ég verð að hvíla mig og leggja tennisspaðann til hliðar á meðan,“ sagði Clijsters.
Clijsters slasaði sig upphaflega á ökkla í apríl þegar hún dansaði berfætt í brúðkaupi frænku sinnar.
Clijsters hættir við keppni á Wimbledon
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn




Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn


