Handbolti

Þorgerður Anna Atladóttir búin að semja við Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorgerður Anna Atladóttir.
Þorgerður Anna Atladóttir. Mynd/Ole Nielsen
Þorgerður Anna Atladóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals í kvennahandboltanum og mun spila með liðinu næstu tvo tímabilin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val.

Þorgerður Anna, sem er systir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar og dóttir Atla Hilmarssonar, spilaði síðast með H 43 í Svíþjóð en þar var hún í láni frá Stjörnunni. Þorgerður Anna hefur stærstan hluta síns ferils spilað með Stjörnunni og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu 2008 og 2009.

„Þetta er mikil liðsstyrkur fyrir Val en Þorgerður er ein efnilegasta handknattleikskona landsins. Þorgerður hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og jafnframt var hún í leikmannahópi A-landsliðsins sem tók þátt í sínu fyrsta stórmóti í desember síðastliðnum. Þar var hún ein af 4 yngstu leikmönnum keppninnar," segir í Fréttatilkynningu Valsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×