Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2011 10:04 Tommi með urriðan úr Þingvallavatni Tommi í Veiðiportinu fékk draumafiskinn í Þingvallavatni fyrir skömmu. Var um að ræða 23 punda risaurriða samkvæmt frétt frá Veiðikortinu. Á vef Veiðikortsins er frásögn af viðureigninni við urriðann stóra. Þar segir m.a: Tommi setti undir flugu sem heitir Páskaunginn og var með sökklínu og 12 punda taum. Í þriðja kasti var rifið í fluguna og hann var á en bara í skamma stund og fiskurinn slapp. Tveim köstum síðar var hann aftur á nú var hann fastur. Fiskurinn rauk út með línuna einhverja 80 m og einhvern veginn náði línan að festast í grjóti og nú var allt fast!Nú voru góð ráð dýr, enda Tommi ekki einu sinni í vöðlum. Hann kallaði á Örn veiðifélaga sinn eftir aðstoð og hélt hann á stönginni meðan Tommi klæddi sig í vöðlur, því það átti að gera tilraun til að losa línuna úr grjótinu. Þar sem það er mjög aðdjúpt þar sem þeir voru dugðu vöðlurnar ekki og þá varð að treysta á sundtökin og lét hann sig hafa það að taka nokkur sundtök út og það hafðist að losa línuna. Það var kraftaverki líkast að fiskurinn var ennþá á og Tommi náði að landa þessum risaurriða rennblautur upp fyrir haus!Fiskurinn var hængur og var 97 cm að lengd og ummálið um 57cm og vó hann 23 pund!Fiskurinn er kominn í uppstoppun og munu aðdáendur risaurriðans geta skoðað gripinn þegar hann verður klár í Veiðiportinu, Grandagarði, en þar verður hann hengdur upp á vegg. Veiðivísir óskar honum til hamingju með fiskinn Stangveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði
Tommi í Veiðiportinu fékk draumafiskinn í Þingvallavatni fyrir skömmu. Var um að ræða 23 punda risaurriða samkvæmt frétt frá Veiðikortinu. Á vef Veiðikortsins er frásögn af viðureigninni við urriðann stóra. Þar segir m.a: Tommi setti undir flugu sem heitir Páskaunginn og var með sökklínu og 12 punda taum. Í þriðja kasti var rifið í fluguna og hann var á en bara í skamma stund og fiskurinn slapp. Tveim köstum síðar var hann aftur á nú var hann fastur. Fiskurinn rauk út með línuna einhverja 80 m og einhvern veginn náði línan að festast í grjóti og nú var allt fast!Nú voru góð ráð dýr, enda Tommi ekki einu sinni í vöðlum. Hann kallaði á Örn veiðifélaga sinn eftir aðstoð og hélt hann á stönginni meðan Tommi klæddi sig í vöðlur, því það átti að gera tilraun til að losa línuna úr grjótinu. Þar sem það er mjög aðdjúpt þar sem þeir voru dugðu vöðlurnar ekki og þá varð að treysta á sundtökin og lét hann sig hafa það að taka nokkur sundtök út og það hafðist að losa línuna. Það var kraftaverki líkast að fiskurinn var ennþá á og Tommi náði að landa þessum risaurriða rennblautur upp fyrir haus!Fiskurinn var hængur og var 97 cm að lengd og ummálið um 57cm og vó hann 23 pund!Fiskurinn er kominn í uppstoppun og munu aðdáendur risaurriðans geta skoðað gripinn þegar hann verður klár í Veiðiportinu, Grandagarði, en þar verður hann hengdur upp á vegg. Veiðivísir óskar honum til hamingju með fiskinn
Stangveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði