Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 6. júní 2011 16:13 Stórlaxi sleppt aftur í ánna Líkt og í fyrra, þá leggur Veiðimálastofnun til algjört bann við drápi á stórlaxi í sumar. Stangaveiðimenn og veiðifélög eru hvött til að fylgja þessum tillögum. Á heimasíðu stofnunarinnar segir;Nýtt laxveiðitímabil er að hefjast. Fyrstu laxarnir sem veiðast á sumrin eru stórlaxar sem eru 2 ár í sjó. Slíkum laxi hefur fækkað mikið. Við viljum halda í þennan erfðaþátt hjá laxinum og því hefur Veiðimálastofnun hvatt eindregið til að slíkur lax sé ekki drepinn. Þá hefur stofnunin lagt til bann við stórlaxadrápi á meðan svona er ástatt fyrir laxinum. Því hvetjum við alla bæði stangveiðimenn og veiðifélög til að tryggja að stórlax verði ekki drepinn nú í byrjun veiðisumars sem og í allt sumar. Veiðigleðin verður meiri að vita af stórlaxinum í ánni og að hann hrygni í haust og skili þar með erfðum sínum til komandi kynslóða. Sleppum öllum laxi sem er 70 cm eða lengri eða 3,5 kg og þyngri. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði
Líkt og í fyrra, þá leggur Veiðimálastofnun til algjört bann við drápi á stórlaxi í sumar. Stangaveiðimenn og veiðifélög eru hvött til að fylgja þessum tillögum. Á heimasíðu stofnunarinnar segir;Nýtt laxveiðitímabil er að hefjast. Fyrstu laxarnir sem veiðast á sumrin eru stórlaxar sem eru 2 ár í sjó. Slíkum laxi hefur fækkað mikið. Við viljum halda í þennan erfðaþátt hjá laxinum og því hefur Veiðimálastofnun hvatt eindregið til að slíkur lax sé ekki drepinn. Þá hefur stofnunin lagt til bann við stórlaxadrápi á meðan svona er ástatt fyrir laxinum. Því hvetjum við alla bæði stangveiðimenn og veiðifélög til að tryggja að stórlax verði ekki drepinn nú í byrjun veiðisumars sem og í allt sumar. Veiðigleðin verður meiri að vita af stórlaxinum í ánni og að hann hrygni í haust og skili þar með erfðum sínum til komandi kynslóða. Sleppum öllum laxi sem er 70 cm eða lengri eða 3,5 kg og þyngri. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði