CCP gefur út Playstation leik hjá Sony Hafsteinn Hauksson skrifar 7. júní 2011 12:09 Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti í nótt að fyrirtækið væri komið í samstarf við tölvuleikjarisann Sony um útgáfu tölvuleiks á Playstation 3 leikjatölvuna. Talsmaður fyrirtækisins segir að leikurinn, DUST 514, verði byltingarkenndur. Tilkynnt var um samstarfið á blaðamannafundi Sony í Los Angeles, daginn fyrir E3-ráðstefnuna, eina stærstu tölvuleikjaráðstefnu heims sem hefst í dag. Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP, segir að samningurinn feli í sér markaðssetningu á leiknum á heimsvísu, dreifingu og sölu auk þess sem fyrirtækin muni eiga í tæknilegu samstarfi um þróun leiksins. „Það er óhætt að segja að þetta er með stærri samningum sem CCP hefur gert í sögu félagsins, svo þetta er ansi stór áfangi fyrir okkur á markaðnum," segir Þorsteinn. CCP á veg og vanda að geimleiknum EVE Online sem hundruð þúsunda spila um heim allan á borðtölvur. Nýi leikurinn, sem ber heitið DUST 514, gerist í sama ímyndaða geimnum og EVE, en verður hins vegar spilaður á Playstation 3 leikjatölvunni. CCP hefur ekki áður gert leik fyrir leikjatölvu, en Þorsteinn segir þó að fyrirtækið hafi ráðið til sín fólk sem hefur framleitt marga af vinsælustu skotleikjum markaðarins, og því sé fyrirtækið hvergi bangið að takast á við þá áskorun. Leikurinn er nokkuð byltingarkenndur, því þetta er í fyrsta sinn sem leikjafyrirtæki reynir að búa til leik þar sem leikmenn á borðtölvu og leikjatölvu geta unnið saman eða keppt hvor á móti öðrum innan sama heimsins. „Við getum ímyndað okkur að ef leikmenn EVE Online eru uppi í geimnum að berjast um yfirráð yfir sólkerfum, þá eru leikmenn DUST 514 að taka þátt í sama stríði, en á annarri tölvu og að berjast á jörðu niðri. Þetta er ansi nýstárleg hugmynd, sem má segja að fá fyrirtæki á heimsvísu hafi tækifæri til að vinna að." Hér fyrir ofan má sjá sýnishorn úr leiknum sem var frumsýnt á E3-ráðstefnunni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu leiksins, dust514.com. Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti í nótt að fyrirtækið væri komið í samstarf við tölvuleikjarisann Sony um útgáfu tölvuleiks á Playstation 3 leikjatölvuna. Talsmaður fyrirtækisins segir að leikurinn, DUST 514, verði byltingarkenndur. Tilkynnt var um samstarfið á blaðamannafundi Sony í Los Angeles, daginn fyrir E3-ráðstefnuna, eina stærstu tölvuleikjaráðstefnu heims sem hefst í dag. Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP, segir að samningurinn feli í sér markaðssetningu á leiknum á heimsvísu, dreifingu og sölu auk þess sem fyrirtækin muni eiga í tæknilegu samstarfi um þróun leiksins. „Það er óhætt að segja að þetta er með stærri samningum sem CCP hefur gert í sögu félagsins, svo þetta er ansi stór áfangi fyrir okkur á markaðnum," segir Þorsteinn. CCP á veg og vanda að geimleiknum EVE Online sem hundruð þúsunda spila um heim allan á borðtölvur. Nýi leikurinn, sem ber heitið DUST 514, gerist í sama ímyndaða geimnum og EVE, en verður hins vegar spilaður á Playstation 3 leikjatölvunni. CCP hefur ekki áður gert leik fyrir leikjatölvu, en Þorsteinn segir þó að fyrirtækið hafi ráðið til sín fólk sem hefur framleitt marga af vinsælustu skotleikjum markaðarins, og því sé fyrirtækið hvergi bangið að takast á við þá áskorun. Leikurinn er nokkuð byltingarkenndur, því þetta er í fyrsta sinn sem leikjafyrirtæki reynir að búa til leik þar sem leikmenn á borðtölvu og leikjatölvu geta unnið saman eða keppt hvor á móti öðrum innan sama heimsins. „Við getum ímyndað okkur að ef leikmenn EVE Online eru uppi í geimnum að berjast um yfirráð yfir sólkerfum, þá eru leikmenn DUST 514 að taka þátt í sama stríði, en á annarri tölvu og að berjast á jörðu niðri. Þetta er ansi nýstárleg hugmynd, sem má segja að fá fyrirtæki á heimsvísu hafi tækifæri til að vinna að." Hér fyrir ofan má sjá sýnishorn úr leiknum sem var frumsýnt á E3-ráðstefnunni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu leiksins, dust514.com.
Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira