Opnunarhollið í Norðurá hefur tekið saman stangirnar Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2011 15:32 Við Norðurá Opnunarhollið í Norðurá endaði í tólf löxum. Einn lax fékkst í morgun á svæðinu Norðurá II, grálúsugur 80 cm fiskur í Skeifunni að austanverðu. Menn voru frekar óheppnir í morgun, þá misstust nokkrir laxar í frekar köldu veðri og virðist sem að tökur hafi verið grannar. Sem fyrr urðu veiðimenn varir við lax á Brotinu, á Eyrinni og á Stokkhylsbroti. Með smá heppni hefði því fimmtán laxa spá Bjarna Júlíussonar auðveldlega getað ræst. Á svæðinu Norðurá II kom fyrsti laxinn á land í morgun, og sá var plataður upp í flugu sem beitt var með Portlandsbragði, eða "hitchi". Það var Elfar Friðriksson sem náði þar fallegum laxi í innanverðri Skeifunni en skömmu áður hafði verið sett í lax á sama stað sem misstist. Gott vatn er enn í Norðurá þó hún hafi fallið mikið síðasta sólarhringinn. Orsökin virðist liggja í minni snjóbráð sökum kulda á heiðum. Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði
Opnunarhollið í Norðurá endaði í tólf löxum. Einn lax fékkst í morgun á svæðinu Norðurá II, grálúsugur 80 cm fiskur í Skeifunni að austanverðu. Menn voru frekar óheppnir í morgun, þá misstust nokkrir laxar í frekar köldu veðri og virðist sem að tökur hafi verið grannar. Sem fyrr urðu veiðimenn varir við lax á Brotinu, á Eyrinni og á Stokkhylsbroti. Með smá heppni hefði því fimmtán laxa spá Bjarna Júlíussonar auðveldlega getað ræst. Á svæðinu Norðurá II kom fyrsti laxinn á land í morgun, og sá var plataður upp í flugu sem beitt var með Portlandsbragði, eða "hitchi". Það var Elfar Friðriksson sem náði þar fallegum laxi í innanverðri Skeifunni en skömmu áður hafði verið sett í lax á sama stað sem misstist. Gott vatn er enn í Norðurá þó hún hafi fallið mikið síðasta sólarhringinn. Orsökin virðist liggja í minni snjóbráð sökum kulda á heiðum.
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði