Góðar minningar Glock frá Montreal 8. júní 2011 14:55 Timo Glock ekur með Virgin liðinu sem er að hluta í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. „Ég á góðar minningar frá Kanada, ekki bara af því ég kann vel við brautina, heldur hef ég að hluta náð mínum besta árangri þar. Fékk stig í fyrsta Formúlu 1 mótinu mínu árið 2004, varð annar í Champ Car móti árið eftir og varð svo fjórði í Formúlu 1 mótinu 2008. Leiddi það mót líka í nokkra hringi", sagði Glock í fréttatilkynningu frá liðinu, en fyrsta mót hans í Formúlu 1 var með Jordan liðinu árið 2004 í Kanada. Glock segist njóta þess að mæta til Montreal og stemmningin sé góð. Hann segir brautina skítuga í upphafi mótshelgarinnar, en brautin er ekki sérhönnuð keppnisbraut, heldur hluti af gatnakerfinu og staðsett á eyju í sérstökum garði. „Brautin er blanda af beinum köflum og hægum beygjum og það verður áhugavert að eiga möguleika á að nota DRS (stillanlegan afturvæng) á tveimur stöðum á þessari braut", sagði Glock. Þá sagði hann vona að yfirbygging Virgin bílsins virki vel með lítið niðurtog, en á þann hátt er bílum er stillt upp fyrir þessa braut. Félaga hans d´Ambrosio hlakkar til mótsins og hann ætlar sér að hjóla brautina, auk þess að nota róðrarsvæði til æfinga sem er á mótssvæðinu. „Ég hlakka verulega til að keyra í Kanada. Þetta er frábært mót og margir áhorfendur eru til staðar og borgarlífið spennandi", sagði d´Ambrosio, sem er nýliði sem keppnisökumaður í ár. Hann var varaökumaður með öðru liði í Kanada í fyrra, en hlakkar til að takast á við brautina í ár. „Ég hef keyrt brautina í ökuhermi og það er upplifun. Veggirnir eru nálægt alveg eins og í Mónakó, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér", sagði d´Ambrosio. Formúla Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. „Ég á góðar minningar frá Kanada, ekki bara af því ég kann vel við brautina, heldur hef ég að hluta náð mínum besta árangri þar. Fékk stig í fyrsta Formúlu 1 mótinu mínu árið 2004, varð annar í Champ Car móti árið eftir og varð svo fjórði í Formúlu 1 mótinu 2008. Leiddi það mót líka í nokkra hringi", sagði Glock í fréttatilkynningu frá liðinu, en fyrsta mót hans í Formúlu 1 var með Jordan liðinu árið 2004 í Kanada. Glock segist njóta þess að mæta til Montreal og stemmningin sé góð. Hann segir brautina skítuga í upphafi mótshelgarinnar, en brautin er ekki sérhönnuð keppnisbraut, heldur hluti af gatnakerfinu og staðsett á eyju í sérstökum garði. „Brautin er blanda af beinum köflum og hægum beygjum og það verður áhugavert að eiga möguleika á að nota DRS (stillanlegan afturvæng) á tveimur stöðum á þessari braut", sagði Glock. Þá sagði hann vona að yfirbygging Virgin bílsins virki vel með lítið niðurtog, en á þann hátt er bílum er stillt upp fyrir þessa braut. Félaga hans d´Ambrosio hlakkar til mótsins og hann ætlar sér að hjóla brautina, auk þess að nota róðrarsvæði til æfinga sem er á mótssvæðinu. „Ég hlakka verulega til að keyra í Kanada. Þetta er frábært mót og margir áhorfendur eru til staðar og borgarlífið spennandi", sagði d´Ambrosio, sem er nýliði sem keppnisökumaður í ár. Hann var varaökumaður með öðru liði í Kanada í fyrra, en hlakkar til að takast á við brautina í ár. „Ég hef keyrt brautina í ökuhermi og það er upplifun. Veggirnir eru nálægt alveg eins og í Mónakó, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér", sagði d´Ambrosio.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira