Íslenski boltinn

Stjörnustelpurnar tapa ekki á teppinu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Kvennalið Stjörnunnar hélt áfram sigurgöngu sinni á gervigrasinu í Garðabæ í gær með því að vinna 2-1 sigur á KR í 4. umferð Pepsi-deild kvenna. Stjarnan komst upp í annað sætið með þessum sigri.

Inga Birna Friðjónsdóttir skoraði sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok. Fyrirliði Stjörnunnar, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hafði jafnað leikinn tólf mínútum áður eftir að Berglind Bjarnadóttir kom KR í 0-1 í byrjun seinni hálfleiksins.

Stjarnan er því búin að vinna alla sjö leiki ársins á teppinu, þrjá í Pepsi-deildinni og fjóra á undirbúningstímabilinu þar á meðal tvo leiki á móti Íslandsmeisturum Vals.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Garðabænum í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×