Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2011 09:29 Stórlax úr Laxá Samkvæmt könnun sem Flugur.is framkvæmdu er Laxá í Aðaldal draumaá flestra íslenskra veiðimanna. Líklega er það stórlaxinn sem sækir á drauma veiðimanna og skyldi engan undra. Sá sem hefur sett í stórlax í hinu magnaða umhverfi Laxár verður aldrei samur. Nessvæðið hefur verið sérstaklega gjöfult á stórlaxa enda er það nánast uppselt í sumar. Enn eru þó lausar stangir á Tjarnarsvæðinu, sem hefur í gegnum tíðina ávallt verið hluti Nessvæðisins. Besti kosturinn fyrir þá sem vilja komast í þessa draumaá er þó klárlega Árbótarsvæðið. Þar er enn töluvert af lausum dögum. Árbótarsvæðið er þriggja kílómetra langt og er á hinum bakkanum - gegnt Tjörn og Nessvæðinu - og er því mikil stórlaxavon á svæðinu. Nú býður SVFR Árbótina með mögnuðum 30% kynningarafslætti. Rétt er að geta þess að engin gisting er innifalin, en hægt er að kaupa staka daga frá morgni til kvölds. Óhætt er að fullyrða að ódýrari leyfi er ekki hægt að fá í stórlaxaveiði.NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÁRBÓT Stangveiði Mest lesið Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði
Samkvæmt könnun sem Flugur.is framkvæmdu er Laxá í Aðaldal draumaá flestra íslenskra veiðimanna. Líklega er það stórlaxinn sem sækir á drauma veiðimanna og skyldi engan undra. Sá sem hefur sett í stórlax í hinu magnaða umhverfi Laxár verður aldrei samur. Nessvæðið hefur verið sérstaklega gjöfult á stórlaxa enda er það nánast uppselt í sumar. Enn eru þó lausar stangir á Tjarnarsvæðinu, sem hefur í gegnum tíðina ávallt verið hluti Nessvæðisins. Besti kosturinn fyrir þá sem vilja komast í þessa draumaá er þó klárlega Árbótarsvæðið. Þar er enn töluvert af lausum dögum. Árbótarsvæðið er þriggja kílómetra langt og er á hinum bakkanum - gegnt Tjörn og Nessvæðinu - og er því mikil stórlaxavon á svæðinu. Nú býður SVFR Árbótina með mögnuðum 30% kynningarafslætti. Rétt er að geta þess að engin gisting er innifalin, en hægt er að kaupa staka daga frá morgni til kvölds. Óhætt er að fullyrða að ódýrari leyfi er ekki hægt að fá í stórlaxaveiði.NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÁRBÓT
Stangveiði Mest lesið Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði