Laxinn mættur í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2011 14:43 Stefán hjá Lax-á og Þórarinn Sigþórsson Þeir hjá Lax-á fengu skemmtilegan póst í gær frá Höskuldi B Erlingsyni Lögreglumanni og leiðsögumanni í Blöndu og svona hljómar hann: "Ég fór sumsé í gær og aftur í morgun og kíkti í Damminn og Holuna. Fínasta veður og vatn með besta móti í Blöndu. Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar nokkra stund. Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp. Svo í morgun þá ákvað ég að kíkja aftur og gá hvort að ég yrði var við eitthvað líf. Og viti menn 2 laxar lágu neðst á klöppinni fyrir ofan flúðirnar í Damminum. Nýskriðnir upp flúðirnar og hafa rennst sér upp á klöppina. Skömmu síðar þá renndu þeir sér fram af klöppinni og hurfu niður í Damminn. Fallegir 2 ára laxar, mjög svipaðir að stærð þetta ca.12-14 pundin. Ég eyddi dágóðum tíma við Holuna en varð ekkert var þar". Blanda er nánast uppseld í júní og Júlí, en einhverjir fáir dagar eru eftir. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði
Þeir hjá Lax-á fengu skemmtilegan póst í gær frá Höskuldi B Erlingsyni Lögreglumanni og leiðsögumanni í Blöndu og svona hljómar hann: "Ég fór sumsé í gær og aftur í morgun og kíkti í Damminn og Holuna. Fínasta veður og vatn með besta móti í Blöndu. Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar nokkra stund. Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp. Svo í morgun þá ákvað ég að kíkja aftur og gá hvort að ég yrði var við eitthvað líf. Og viti menn 2 laxar lágu neðst á klöppinni fyrir ofan flúðirnar í Damminum. Nýskriðnir upp flúðirnar og hafa rennst sér upp á klöppina. Skömmu síðar þá renndu þeir sér fram af klöppinni og hurfu niður í Damminn. Fallegir 2 ára laxar, mjög svipaðir að stærð þetta ca.12-14 pundin. Ég eyddi dágóðum tíma við Holuna en varð ekkert var þar". Blanda er nánast uppseld í júní og Júlí, en einhverjir fáir dagar eru eftir. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði