Schumacher og Rosberg njóta þess að keppa í furstadæminu Mónakó 23. maí 2011 14:13 Michael Schumacher og Nico Rosberg á Katalóníu brautinni í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni. Brautin í Mónakó er 3.340 km að lengd og bílar með Mercedes vélar hafa unnið mótið sjö sinnum. Rosberg býr í Mónakó og verður því að heimavelli, en Schumacher hefur unnið mótið í Mónakó fimm sinnum, síðast 2001. Báðir ökumenn njóta þess að keyra brautina. „Mónakó hefur verið ein af mínum uppáhaldsbrautum og ég elska að keyra þar. Brautin er að vissu leyti tímaskekkja, þar sem við hugsum mikið um öryggi, en keppnin er svo sérstök á Formúlu 1 dagatalinu, að við látum okkur hafa það", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Það hlýtur að vera frábært fyrir áhorfendur að vera nálægt bílunum og upplifa kraftinn. Helgin var jákvæð hjá okkur í Barcelona (á Katalóníu brautinni), þannig að ég vona að við getum haldið þeirri þróun áfram í Mónakó. Það er erfitt að spá fyrirfram hvernig bíllinn kemur til með að virka, þar sem þetta er óvenjuleg braut og við verðum að bíða og sjá." Rosberg býr í Móankó og þekkir því staðhætti þar vel. „Keppnin í Mónakó er alltaf spennandi mótshelgi hjá mér. Þetta er heimavöllur minn og ég keyri fyrir framn fjölskyldu mína og vini. Gamli skólinn minn er rétt hjá þjónustusvæðinu", sagði Rosberg um mótið um næstu helgi. „Ég elska líka að keyra brautina, þar sem maður þarf að keyra af mikilli ákveðni, en líka nákvæmni. Það er ævintýri að keyra undirgöngin á 280 km hraða. Maður er svo nálægt vegriðunum að maður finnur fyrir því hvað bílarnir eru fljótir. Það er möguleiki á meiri spennu en nokkurn tíma áður í ár. Ef KERS-kerfið og DRS (stillanlegur afturvængur) bjóða upp á framúrakstur, þá verður það frábært fyrir áhorfendur", sagði Rosberg. Fyrstu æfingar á Mónakó brautinni verða á fimmutdaginn, en það er hefð, fremur en að keyra á föstudögum. Lokaæfing og tímatakan er síðan á laugardag og kappaksturinn á sunnudaginn. Formúla Íþróttir Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni. Brautin í Mónakó er 3.340 km að lengd og bílar með Mercedes vélar hafa unnið mótið sjö sinnum. Rosberg býr í Mónakó og verður því að heimavelli, en Schumacher hefur unnið mótið í Mónakó fimm sinnum, síðast 2001. Báðir ökumenn njóta þess að keyra brautina. „Mónakó hefur verið ein af mínum uppáhaldsbrautum og ég elska að keyra þar. Brautin er að vissu leyti tímaskekkja, þar sem við hugsum mikið um öryggi, en keppnin er svo sérstök á Formúlu 1 dagatalinu, að við látum okkur hafa það", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Það hlýtur að vera frábært fyrir áhorfendur að vera nálægt bílunum og upplifa kraftinn. Helgin var jákvæð hjá okkur í Barcelona (á Katalóníu brautinni), þannig að ég vona að við getum haldið þeirri þróun áfram í Mónakó. Það er erfitt að spá fyrirfram hvernig bíllinn kemur til með að virka, þar sem þetta er óvenjuleg braut og við verðum að bíða og sjá." Rosberg býr í Móankó og þekkir því staðhætti þar vel. „Keppnin í Mónakó er alltaf spennandi mótshelgi hjá mér. Þetta er heimavöllur minn og ég keyri fyrir framn fjölskyldu mína og vini. Gamli skólinn minn er rétt hjá þjónustusvæðinu", sagði Rosberg um mótið um næstu helgi. „Ég elska líka að keyra brautina, þar sem maður þarf að keyra af mikilli ákveðni, en líka nákvæmni. Það er ævintýri að keyra undirgöngin á 280 km hraða. Maður er svo nálægt vegriðunum að maður finnur fyrir því hvað bílarnir eru fljótir. Það er möguleiki á meiri spennu en nokkurn tíma áður í ár. Ef KERS-kerfið og DRS (stillanlegur afturvængur) bjóða upp á framúrakstur, þá verður það frábært fyrir áhorfendur", sagði Rosberg. Fyrstu æfingar á Mónakó brautinni verða á fimmutdaginn, en það er hefð, fremur en að keyra á föstudögum. Lokaæfing og tímatakan er síðan á laugardag og kappaksturinn á sunnudaginn.
Formúla Íþróttir Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira