Schumacher og Rosberg njóta þess að keppa í furstadæminu Mónakó 23. maí 2011 14:13 Michael Schumacher og Nico Rosberg á Katalóníu brautinni í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni. Brautin í Mónakó er 3.340 km að lengd og bílar með Mercedes vélar hafa unnið mótið sjö sinnum. Rosberg býr í Mónakó og verður því að heimavelli, en Schumacher hefur unnið mótið í Mónakó fimm sinnum, síðast 2001. Báðir ökumenn njóta þess að keyra brautina. „Mónakó hefur verið ein af mínum uppáhaldsbrautum og ég elska að keyra þar. Brautin er að vissu leyti tímaskekkja, þar sem við hugsum mikið um öryggi, en keppnin er svo sérstök á Formúlu 1 dagatalinu, að við látum okkur hafa það", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Það hlýtur að vera frábært fyrir áhorfendur að vera nálægt bílunum og upplifa kraftinn. Helgin var jákvæð hjá okkur í Barcelona (á Katalóníu brautinni), þannig að ég vona að við getum haldið þeirri þróun áfram í Mónakó. Það er erfitt að spá fyrirfram hvernig bíllinn kemur til með að virka, þar sem þetta er óvenjuleg braut og við verðum að bíða og sjá." Rosberg býr í Móankó og þekkir því staðhætti þar vel. „Keppnin í Mónakó er alltaf spennandi mótshelgi hjá mér. Þetta er heimavöllur minn og ég keyri fyrir framn fjölskyldu mína og vini. Gamli skólinn minn er rétt hjá þjónustusvæðinu", sagði Rosberg um mótið um næstu helgi. „Ég elska líka að keyra brautina, þar sem maður þarf að keyra af mikilli ákveðni, en líka nákvæmni. Það er ævintýri að keyra undirgöngin á 280 km hraða. Maður er svo nálægt vegriðunum að maður finnur fyrir því hvað bílarnir eru fljótir. Það er möguleiki á meiri spennu en nokkurn tíma áður í ár. Ef KERS-kerfið og DRS (stillanlegur afturvængur) bjóða upp á framúrakstur, þá verður það frábært fyrir áhorfendur", sagði Rosberg. Fyrstu æfingar á Mónakó brautinni verða á fimmutdaginn, en það er hefð, fremur en að keyra á föstudögum. Lokaæfing og tímatakan er síðan á laugardag og kappaksturinn á sunnudaginn. Formúla Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni. Brautin í Mónakó er 3.340 km að lengd og bílar með Mercedes vélar hafa unnið mótið sjö sinnum. Rosberg býr í Mónakó og verður því að heimavelli, en Schumacher hefur unnið mótið í Mónakó fimm sinnum, síðast 2001. Báðir ökumenn njóta þess að keyra brautina. „Mónakó hefur verið ein af mínum uppáhaldsbrautum og ég elska að keyra þar. Brautin er að vissu leyti tímaskekkja, þar sem við hugsum mikið um öryggi, en keppnin er svo sérstök á Formúlu 1 dagatalinu, að við látum okkur hafa það", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Það hlýtur að vera frábært fyrir áhorfendur að vera nálægt bílunum og upplifa kraftinn. Helgin var jákvæð hjá okkur í Barcelona (á Katalóníu brautinni), þannig að ég vona að við getum haldið þeirri þróun áfram í Mónakó. Það er erfitt að spá fyrirfram hvernig bíllinn kemur til með að virka, þar sem þetta er óvenjuleg braut og við verðum að bíða og sjá." Rosberg býr í Móankó og þekkir því staðhætti þar vel. „Keppnin í Mónakó er alltaf spennandi mótshelgi hjá mér. Þetta er heimavöllur minn og ég keyri fyrir framn fjölskyldu mína og vini. Gamli skólinn minn er rétt hjá þjónustusvæðinu", sagði Rosberg um mótið um næstu helgi. „Ég elska líka að keyra brautina, þar sem maður þarf að keyra af mikilli ákveðni, en líka nákvæmni. Það er ævintýri að keyra undirgöngin á 280 km hraða. Maður er svo nálægt vegriðunum að maður finnur fyrir því hvað bílarnir eru fljótir. Það er möguleiki á meiri spennu en nokkurn tíma áður í ár. Ef KERS-kerfið og DRS (stillanlegur afturvængur) bjóða upp á framúrakstur, þá verður það frábært fyrir áhorfendur", sagði Rosberg. Fyrstu æfingar á Mónakó brautinni verða á fimmutdaginn, en það er hefð, fremur en að keyra á föstudögum. Lokaæfing og tímatakan er síðan á laugardag og kappaksturinn á sunnudaginn.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira