Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 24. maí 2011 15:06 Þær geta verið vænar bleikjurnar Veiðivísir fékk fregnir af tveimur veiðimönnum sem lögðu leið sína í þjóðgarðinn á Þingvöllum á laugardaginn og eyddu þar stórum hluta af deginum við veiðar. Það var víst afskaplega rólegt og þeir lítið varir þrátt fyrir að fara yfir helstu staðina svo sem Vatnskot, Nautatanga og Öfugsnáða. Þeir fóru í smá göngutúr frá Vatnskoti í vesturátt og þegar þeir komu að fyrstu víkinni breyttist vindáttinn aðeins og þá eins og hendi væri veifað fór allt af stað í vatninu. Þeir settu í 6 stórar bleikjur en misstu allar nema eina við löndun. Þær tóku mjög grannt og litu eingöngu við púpuafbrigði af Jock Scott númer 14, það var alveg sama hvað annað var í boði, þetta vildi hún. En þessu lauk jafnhratt og það hófst. Þetta stóð yfir í tæpann klukkutíma og þá snérist vindátt á nýjan leik og bleikjan hvarf. Þetta þekkja þeir sem stunda Þingvallavatn mikið og er bara hvatning fyrir þá sem eru duglegir að fara sem víðast um vatnið og prófa að Þingvallavatn á það til að launa manni þolinmæðina við bakka sína, oft svo um munar. Stangveiði Mest lesið Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði
Veiðivísir fékk fregnir af tveimur veiðimönnum sem lögðu leið sína í þjóðgarðinn á Þingvöllum á laugardaginn og eyddu þar stórum hluta af deginum við veiðar. Það var víst afskaplega rólegt og þeir lítið varir þrátt fyrir að fara yfir helstu staðina svo sem Vatnskot, Nautatanga og Öfugsnáða. Þeir fóru í smá göngutúr frá Vatnskoti í vesturátt og þegar þeir komu að fyrstu víkinni breyttist vindáttinn aðeins og þá eins og hendi væri veifað fór allt af stað í vatninu. Þeir settu í 6 stórar bleikjur en misstu allar nema eina við löndun. Þær tóku mjög grannt og litu eingöngu við púpuafbrigði af Jock Scott númer 14, það var alveg sama hvað annað var í boði, þetta vildi hún. En þessu lauk jafnhratt og það hófst. Þetta stóð yfir í tæpann klukkutíma og þá snérist vindátt á nýjan leik og bleikjan hvarf. Þetta þekkja þeir sem stunda Þingvallavatn mikið og er bara hvatning fyrir þá sem eru duglegir að fara sem víðast um vatnið og prófa að Þingvallavatn á það til að launa manni þolinmæðina við bakka sína, oft svo um munar.
Stangveiði Mest lesið Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði