Lífið á Kirkjubæjarklaustri að komast í eðlilegt horf KMU skrifar 26. maí 2011 11:01 Stefán Karlsson ljósmyndari tók þessa mynd af hreinsunarstörfum á Kirkjubæjarklaustri. Leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri var opnaður í morgun, en hann hafði verið lokaður alla vikuna vegna öskufalls. Þá er verið að þrífa grunnskólann og sundlaugina en óvíst er hvenær starfsemi hefst þar á ný. Íbúafundur verður haldin á Klaustri í kvöld um stöðu mála á öskusvæðunum. Leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri, Kæribær, var þrifinn að utan og innan í gær og í morgun voru menn tilbúnir að taka við börnum á ný. Í dag er verið að þrífa grunnskólann á Klaustri, Kirkjubæjarskóla, en sveitarstjórinn, Eygló Kristjánsdóttir, sagði nú fyrir hádegi að þótt menn vonuðust til að unnt yrði að hefja kennslu þar á morgun væri óvíst hvort það tækist. Kjartan Kjartansson skólastjóri segir hins vegar að þetta hafi átt að vera síðasti kennsludagurinn, samkvæmt skóladagatali, og því sé ólíklegt að börnin komi meira í skólann fyrr en í haust nema þá hugsanlega til skólaslita. Þetta sé hins vegar allt óljóst. Ennfremur er verið að þrífa íþróttahúsið og sundlaugina og sömuleiðis er óljóst hvenær unnt verður að leyfa fólki að synda á ný. Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands er á Klaustri í dag að taka við vatnssýnum til rannsóknar frá fyrirtækjum og heimilum og öðrum sem þess óska. Í kvöld verður haldinn íbúafundur í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Farið verður yfir þróun eldgossins í Grímsvötnum, afleiðingar þess og stöðuna. Fulltrúar frá þrettán stofnunum verða á staðnum til að svara fyrirspurnum frá íbúum, þar á meðal lögregla, jarðvísindamenn, heilbrigðisstarfsfólk, búnaðarráðunautar og fulltrúar Bjargráðasjóðs og Viðlagatryggingar. Grímsvötn Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri var opnaður í morgun, en hann hafði verið lokaður alla vikuna vegna öskufalls. Þá er verið að þrífa grunnskólann og sundlaugina en óvíst er hvenær starfsemi hefst þar á ný. Íbúafundur verður haldin á Klaustri í kvöld um stöðu mála á öskusvæðunum. Leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri, Kæribær, var þrifinn að utan og innan í gær og í morgun voru menn tilbúnir að taka við börnum á ný. Í dag er verið að þrífa grunnskólann á Klaustri, Kirkjubæjarskóla, en sveitarstjórinn, Eygló Kristjánsdóttir, sagði nú fyrir hádegi að þótt menn vonuðust til að unnt yrði að hefja kennslu þar á morgun væri óvíst hvort það tækist. Kjartan Kjartansson skólastjóri segir hins vegar að þetta hafi átt að vera síðasti kennsludagurinn, samkvæmt skóladagatali, og því sé ólíklegt að börnin komi meira í skólann fyrr en í haust nema þá hugsanlega til skólaslita. Þetta sé hins vegar allt óljóst. Ennfremur er verið að þrífa íþróttahúsið og sundlaugina og sömuleiðis er óljóst hvenær unnt verður að leyfa fólki að synda á ný. Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands er á Klaustri í dag að taka við vatnssýnum til rannsóknar frá fyrirtækjum og heimilum og öðrum sem þess óska. Í kvöld verður haldinn íbúafundur í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Farið verður yfir þróun eldgossins í Grímsvötnum, afleiðingar þess og stöðuna. Fulltrúar frá þrettán stofnunum verða á staðnum til að svara fyrirspurnum frá íbúum, þar á meðal lögregla, jarðvísindamenn, heilbrigðisstarfsfólk, búnaðarráðunautar og fulltrúar Bjargráðasjóðs og Viðlagatryggingar.
Grímsvötn Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira