Golf

Guðrún Brá sigraði á fyrsta stigamótinu á Eimskipsmótaröðinni

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/golf.is
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki á fyrsta stigamóti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi.

Guðrún, sem er 17 ára gömul, lék hringina tvo á samtals fjórum höggum yfir pari, 75 höggum í dag og 73 höggum í gær.

Signý Arnórsdóttir úr GK varð önnur á +6 (73-77) og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni varð þriðja ásamt Heiðu Guðnadóttur úr Kili Mosfellbæ en þær léku samtals á +8 eða 152 höggum. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá sigrar á stigamóti í fullorðinsflokki en hún hefur látið að sér kveða á unglingamótaröðnni undanfarin misseri. Guðrún, sem er dóttir Björgvins Sigurbergssonar, fyrrum Íslandsmeistara í golfi, kann greinilega vel við sig á Garðavelli því hún endaði í þriðja sæti á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fór á Akranesi fyrir ári síðan.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokknum.



1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +4

2. Signý Arnórsdóttir,  GK,  +6

3. Valdís Þóra Jónsdóttir,  GL,  + 8

3. Heiða Guðnadóttir, GKj., +8

5. Nína Björk Geirsdóttir,  GKj. +9

6. Sunna Víðisdóttir, GR +11

7. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, +12

8. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, +14

8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, +14

10. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK, +15




Fleiri fréttir

Sjá meira


×