Aukning í netaveiði 2010 Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2011 14:46 Samkvæmt tölum frá Veiðimálastofnun yfir laxveiðina sumarið 2010 þá varð umtalsverð aukning á laxveiði í net á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Hvítá eru skráðir laxar 3.571 á móti 2.607 löxum í Ölfusá. Samtals veiddust því í netin á Hvítár- og Ölfusársvæðinu 6.178 laxar. Þetta er mikil aukning á milli ára, eða sem nemur um 2.000 löxum. Aukningin ein og sér á netaveiðinni er því sambærileg heildar stangaveiðinni í Sogi og Stóru-Laxá til samans, en í báðum ánum var metveiði á stöng sumarið 2010. Að sögn Guðna Guðbergssonar á Veiðimálastofnun voru aðstæður í jökulvatninu hliðhollar netaveiðimönnum síðasta sumar. Mikill litur var á jökulvatninu sem gerði það að verkum að lax gekk hægar upp netaveiðisvæðin auk þess sem að stór hluti skýringarinnar á aukningunni er einfaldlega meiri laxgengd á svæðið í heild. Þess má geta að umrædd veiði er merkileg í ljósi þess að netin við Selfoss voru á þurru í fyrra. Hafa þau löngum státað af því að vera með aflahæstu lögnunum á vatnasvæðinu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði
Samkvæmt tölum frá Veiðimálastofnun yfir laxveiðina sumarið 2010 þá varð umtalsverð aukning á laxveiði í net á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Hvítá eru skráðir laxar 3.571 á móti 2.607 löxum í Ölfusá. Samtals veiddust því í netin á Hvítár- og Ölfusársvæðinu 6.178 laxar. Þetta er mikil aukning á milli ára, eða sem nemur um 2.000 löxum. Aukningin ein og sér á netaveiðinni er því sambærileg heildar stangaveiðinni í Sogi og Stóru-Laxá til samans, en í báðum ánum var metveiði á stöng sumarið 2010. Að sögn Guðna Guðbergssonar á Veiðimálastofnun voru aðstæður í jökulvatninu hliðhollar netaveiðimönnum síðasta sumar. Mikill litur var á jökulvatninu sem gerði það að verkum að lax gekk hægar upp netaveiðisvæðin auk þess sem að stór hluti skýringarinnar á aukningunni er einfaldlega meiri laxgengd á svæðið í heild. Þess má geta að umrædd veiði er merkileg í ljósi þess að netin við Selfoss voru á þurru í fyrra. Hafa þau löngum státað af því að vera með aflahæstu lögnunum á vatnasvæðinu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði