Bleikjan mætt í Hraunsfjörðin Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2011 13:42 Bleikjan er mætt í Hraunsfjörðinn samkvæmt fréttum af vef Veiðikortsins og eru það frábærar fréttir fyrir þá sem sækja mikið í bleikjuna því óvíða á landinu er jafn gaman og á sama tíma jafn mikil áskorun að ná henni. Það hefur stundum komið fyrir að fiskurinn taki ekkert en sé í torfum um allt. Yfirleitt er besta ráðið við slíkar aðstæður að skipta bara nógu oft um flugu þangað til þú hittir á það sem hún tekur. Þær flugur sem menn hafa notað við góðann árangur í sjóbleikju eru t.d. gamlar og klassískar eins og Black Zulu, Peter Ross, litlar Grey Ghost og Wolly Worm. Nýjar flugur sem hafa reynst mönnum drjúgar eru t.d. Bára Bleika, litlir Nobblerar og púpur, þá oftast með einhverjum rauðum lit í. En annað er gott að hafa á bak við eyrað. Þegar þú ert búinn að landa fyrsta fiskinum, gerðu að honum og kíktu á innihald magans. Og til þess að þú sjáir hvernig ætið lítur út í vatni, vertu með litla krukku meðferðis, settu magainnihaldið (ekki allt) í hana með vatni og hristu rólega. Með þessari aðferð veistu hvað bleikjan er að éta á þessum stað á þessum tíma. Bleikja er algjör tækifærissinni á fæðu og étur það sem er auðfengnast og gefur henni mesta orku. Kynntu þér það sem bleikjan étur í vatninu og árangur þinn á eftir að verða betri og betri. Stangveiði Mest lesið Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði
Bleikjan er mætt í Hraunsfjörðinn samkvæmt fréttum af vef Veiðikortsins og eru það frábærar fréttir fyrir þá sem sækja mikið í bleikjuna því óvíða á landinu er jafn gaman og á sama tíma jafn mikil áskorun að ná henni. Það hefur stundum komið fyrir að fiskurinn taki ekkert en sé í torfum um allt. Yfirleitt er besta ráðið við slíkar aðstæður að skipta bara nógu oft um flugu þangað til þú hittir á það sem hún tekur. Þær flugur sem menn hafa notað við góðann árangur í sjóbleikju eru t.d. gamlar og klassískar eins og Black Zulu, Peter Ross, litlar Grey Ghost og Wolly Worm. Nýjar flugur sem hafa reynst mönnum drjúgar eru t.d. Bára Bleika, litlir Nobblerar og púpur, þá oftast með einhverjum rauðum lit í. En annað er gott að hafa á bak við eyrað. Þegar þú ert búinn að landa fyrsta fiskinum, gerðu að honum og kíktu á innihald magans. Og til þess að þú sjáir hvernig ætið lítur út í vatni, vertu með litla krukku meðferðis, settu magainnihaldið (ekki allt) í hana með vatni og hristu rólega. Með þessari aðferð veistu hvað bleikjan er að éta á þessum stað á þessum tíma. Bleikja er algjör tækifærissinni á fæðu og étur það sem er auðfengnast og gefur henni mesta orku. Kynntu þér það sem bleikjan étur í vatninu og árangur þinn á eftir að verða betri og betri.
Stangveiði Mest lesið Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði