Liuzzi: Markmiðið að minnka bilið í forystubílanna 3. maí 2011 13:35 Viantonio LIuzzi á Hispania bílnum í Kína á dögunum. Mynd: Getty Images/Clive Mason Ítalinn Viantonio Liuzzi hjá Formúlu 1 liði Hispania segir að lið sitt gæti komið á óvart í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi, en þá keppir hann ásamt liðsfélaga sínum Narain Karthikeyan frá Indlandi á Istanbúl Park brautinni. „Istanbúl Park er tæknileg braut og ég nýt mín vel á henni. Ég man að árið 2006 komst ég úr 16. sæti í það sjötta með góðri ræsingu, en gat ekki fylgt því eftir, vegna bilunnar í drifbúnaði", sagði Liuzzi í fréttatilkynninu frá Hispania. Liuzzi og Karthikeyan eru að keppa á fyrsta ári með Hispania liðinu, sem byrjaði að keppa í fyrra í Formúlu 1. Liuzzi var með Force India liðinu í fyrra, en Kathikeyan hefur verið fjarri góðu gamni í mörg ár. „Ég býst við líflegu móti og mikið af framúrakstri. Beygja átta er engu annarri lík og er sérlega erfið ef þú ert á bíl með lítið niðurtog. Þá er auðvelt að missa afturendann út og út spýtast úr aksturslínunni. Við ættum að standa betur að vígi en áður, í Tyrklandi, vegna nýrra hluta sem verða í bílnum. Hver mínúta í akstri á brautinni mun skipta okkur máli", sagði Liuzzi, en Hispania liðið náði ekki að mæta á vetraræfingar keppnisliða fyrir tímabilið. „Markmið okkar í Tyrklandi er að staðfesta að nýjungarnar í bílnum virki og að minnka bilið í forystbílanna. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá gætum við komið mörgu fólki á óvart. Með því að minnka bilið í önnur lið og sýna að við tökum þessu af alvöru", sagði Liuzzi. Karthikeyan hefur aðeins einu sinni ekið á Istanbúl Park brautinni. Það var árið 2005 með Jordan og þá gekk hvorki né rak vegna bilunnar í bílnum hans. „Ég á ekki góðar minningar um mótið, en minningarnar um Tyrkland sem slíkt eru frábærar. Fólkið er vingjarnlegt og maturinn stórkostlegur", sagði Karthikeyan. „Ég vonast til að halda áfram á sama hátt og í Sjanghæ, að komast á leiðarenda. Safna þannig mikilvægum upplýsingum og færast nær því að fullnýta möguleikanna sem búa í F111 bílnum. Við erum á réttri leið, eftir fyrsta mótið okkar í Malasíu. Ég er viss að endurbætur á bílnum sem verða til staðar í Tyrklandi mun þoka okkur skrefi nær þeim liðum sem eru rétt á undan okkur", sagði Karthikeyan. Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ítalinn Viantonio Liuzzi hjá Formúlu 1 liði Hispania segir að lið sitt gæti komið á óvart í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi, en þá keppir hann ásamt liðsfélaga sínum Narain Karthikeyan frá Indlandi á Istanbúl Park brautinni. „Istanbúl Park er tæknileg braut og ég nýt mín vel á henni. Ég man að árið 2006 komst ég úr 16. sæti í það sjötta með góðri ræsingu, en gat ekki fylgt því eftir, vegna bilunnar í drifbúnaði", sagði Liuzzi í fréttatilkynninu frá Hispania. Liuzzi og Karthikeyan eru að keppa á fyrsta ári með Hispania liðinu, sem byrjaði að keppa í fyrra í Formúlu 1. Liuzzi var með Force India liðinu í fyrra, en Kathikeyan hefur verið fjarri góðu gamni í mörg ár. „Ég býst við líflegu móti og mikið af framúrakstri. Beygja átta er engu annarri lík og er sérlega erfið ef þú ert á bíl með lítið niðurtog. Þá er auðvelt að missa afturendann út og út spýtast úr aksturslínunni. Við ættum að standa betur að vígi en áður, í Tyrklandi, vegna nýrra hluta sem verða í bílnum. Hver mínúta í akstri á brautinni mun skipta okkur máli", sagði Liuzzi, en Hispania liðið náði ekki að mæta á vetraræfingar keppnisliða fyrir tímabilið. „Markmið okkar í Tyrklandi er að staðfesta að nýjungarnar í bílnum virki og að minnka bilið í forystbílanna. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá gætum við komið mörgu fólki á óvart. Með því að minnka bilið í önnur lið og sýna að við tökum þessu af alvöru", sagði Liuzzi. Karthikeyan hefur aðeins einu sinni ekið á Istanbúl Park brautinni. Það var árið 2005 með Jordan og þá gekk hvorki né rak vegna bilunnar í bílnum hans. „Ég á ekki góðar minningar um mótið, en minningarnar um Tyrkland sem slíkt eru frábærar. Fólkið er vingjarnlegt og maturinn stórkostlegur", sagði Karthikeyan. „Ég vonast til að halda áfram á sama hátt og í Sjanghæ, að komast á leiðarenda. Safna þannig mikilvægum upplýsingum og færast nær því að fullnýta möguleikanna sem búa í F111 bílnum. Við erum á réttri leið, eftir fyrsta mótið okkar í Malasíu. Ég er viss að endurbætur á bílnum sem verða til staðar í Tyrklandi mun þoka okkur skrefi nær þeim liðum sem eru rétt á undan okkur", sagði Karthikeyan.
Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira