Massa: Mikilvægt að taka framfaraskref 5. maí 2011 15:23 Felipe Massa á fréttamannafundi á Istanbúl brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. „Ég vona að við tökum áhugvert skref. Við höfum náð góðum árangri í mótum miðað við útkomuna í tímatökum, þannig að ég vona að við getum tekið skref til að keppa við Red Bull, sem er mjög öflugt. Það eru allir að reyna bæta bílinn", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig nýir hlutir nýtast. Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Við höfum hugmynd um hvernig nýir hlutir virka, en vitum ekki hvað önnur lið eru að gera. Ég vona að við tökum stærra framfaraskref en aðrir." Massa vann mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, frá 2006-2008 með Ferrari. „Ég átti góð ár á frábærum bílum, að berjast og sigra frá upphafi. En við áttum erfitt 2009. Það er líka ljóst að við gefumst aldrei upp, en munurinn er talsverður og við verðum að hafa báðar fætur á jörðinni og vinna að því að bæta bílinn og gera betur í tímatökum." „Í sjálfum kappakstursmótum höfum við verið samkeppnisfærari í samanburði við tímatökuna og ef við skoðum hve mörg stig Sebastian og lið hans er með, þá er mikilvæg fyrir okkur að taka framfaraskref og vera nærri báráttunni", sagði Massa. Formúla Íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. „Ég vona að við tökum áhugvert skref. Við höfum náð góðum árangri í mótum miðað við útkomuna í tímatökum, þannig að ég vona að við getum tekið skref til að keppa við Red Bull, sem er mjög öflugt. Það eru allir að reyna bæta bílinn", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig nýir hlutir nýtast. Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Við höfum hugmynd um hvernig nýir hlutir virka, en vitum ekki hvað önnur lið eru að gera. Ég vona að við tökum stærra framfaraskref en aðrir." Massa vann mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, frá 2006-2008 með Ferrari. „Ég átti góð ár á frábærum bílum, að berjast og sigra frá upphafi. En við áttum erfitt 2009. Það er líka ljóst að við gefumst aldrei upp, en munurinn er talsverður og við verðum að hafa báðar fætur á jörðinni og vinna að því að bæta bílinn og gera betur í tímatökum." „Í sjálfum kappakstursmótum höfum við verið samkeppnisfærari í samanburði við tímatökuna og ef við skoðum hve mörg stig Sebastian og lið hans er með, þá er mikilvæg fyrir okkur að taka framfaraskref og vera nærri báráttunni", sagði Massa.
Formúla Íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira