Rosberg vill skáka Webber í rásmarkinu 8. maí 2011 09:44 Nico Rosberg og Lewis Hamilton ræsa af stað fyrir aftan Sebastian Vettel og Mark Webber í Tyrklandi í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag. Ég er ánægður með stöðuna og það er gott að sjá framfarir liðsins í samanburði við hvar við vorum staddir í fyrsta móti ársins. Við erum búnir að læra af mistökum okkar og ég er ánægður með þriðja sæti á ráslínu. Við viljum þó vera enn framar. Það eru allir að leggja hart að sér", sagði Rosberg á fréttamannafundi eftir tímatökuna í gær. Rosberg er með tvo McLaren bíla fyrir aftan sig og var spurður að því hvort hann ætlaði að sækja eða verjast í ræsingunni. Eða hvorutveggja. Nei. Ég ætla að eiga flugstart, því ég er á hreinni hluta brautarinnar og ætla framúr Mark og svo sjaúm við til. Red Bull er fljótari í augnablikinu, en við erum með góða keppnisáætlun. Þá eigum við aukagang af mjúkum dekkjum, því ég notaði ekki öll dekk í boði í tímatökunni. Það mun hjálpa mér mikið í keppninni. Ég er sannfærður um að við munu gera góða hluti. Hve góða verður að koma í ljós", sagði Rosberg.Brautarlýsing frá Istanbúl Park Formúla Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag. Ég er ánægður með stöðuna og það er gott að sjá framfarir liðsins í samanburði við hvar við vorum staddir í fyrsta móti ársins. Við erum búnir að læra af mistökum okkar og ég er ánægður með þriðja sæti á ráslínu. Við viljum þó vera enn framar. Það eru allir að leggja hart að sér", sagði Rosberg á fréttamannafundi eftir tímatökuna í gær. Rosberg er með tvo McLaren bíla fyrir aftan sig og var spurður að því hvort hann ætlaði að sækja eða verjast í ræsingunni. Eða hvorutveggja. Nei. Ég ætla að eiga flugstart, því ég er á hreinni hluta brautarinnar og ætla framúr Mark og svo sjaúm við til. Red Bull er fljótari í augnablikinu, en við erum með góða keppnisáætlun. Þá eigum við aukagang af mjúkum dekkjum, því ég notaði ekki öll dekk í boði í tímatökunni. Það mun hjálpa mér mikið í keppninni. Ég er sannfærður um að við munu gera góða hluti. Hve góða verður að koma í ljós", sagði Rosberg.Brautarlýsing frá Istanbúl Park
Formúla Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira