Vettel: Höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu 8. maí 2011 15:40 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull. „Það er gott að fá eins mörg stig og mögulegt í hverju móti. Hlutirnir geta breyst hratt. Við verðum að taka eitt skref í einu og taka hvert mót fyrir sig og hámarka stigin", sagði Vettel á fréttamannfundinum eftir keppnina. Mark Webber á Red Bull varð í öðru sæti, en Fernando Alonso á Ferrari í því þriðja. Vettel er með 93 stig, en Hamilton 59, Webber 55, Jenson Button 46 og Alonso 41. „Það hjálpar alltaf að byrja keppnistímabil vel, en það er mikið eftir. Fjögur mót búinn af 19, þannig að þú getur reiknað út stigin og við verðum að halda einbeitingu", sagði Vettel. Mótshelgin var ekki öll eins og dans á rósum hjá Vettel. Hann lenti í ógöngum á föstudaginn þegar hann ók útaf í mikilli rigningu og stórskemmdi bíl sinn. Vettel gat ekki ekið á seinni æfingu dagsins, en mætti á þriðju æfinguna á laugardagsmorgun og náði besta tíma. Varð 0.001 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Í tímatökunni var Vettel í sérflokki og náði besta tíma. Var 0.4 sekúndum á undan Webber. Báðir slepptu þeir meir að segja að aka á lokamínútuum eftir að hafa náð afbragðsgóðum tíma. Vettel var þakklátur starfsmönnum Red Bull eftir erfiðan föstudag og sætan sigur. „Ég lenti í slæmum árekstri. Allir strákarnir, jafnvel Mark hjálpuðu til að laga bílinn. Það þýddi aukavinnu og mér þótti það leitt, en við bættum fyrir það í dag. Ég er ánægður með útkomuma og liðið á þakkir skildar." „Þetta var alls ekki auðvelt og það var ekki hægt að meta stöðuna fyrr en eftir fyrstu tvö þjónustuhléin. En ég stjórnaði stöðu mála og ég er ánægður með framgang okkar. Við höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu eftir mótið í Kína og þurfum að nýta slagkraftinn í næsta mót", sagði Vettel. Hann varð í öðru sæti í mótinu í Kína á eftir Hamilton, eftir að McLaren útfærði sína keppnisáætlun betur. Tvö mót eru framundan í maí. Ekið er á Katalóníu brautinni á Spáni eftir hálfan mánuð og svo í Mónakó viku síðar. Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull. „Það er gott að fá eins mörg stig og mögulegt í hverju móti. Hlutirnir geta breyst hratt. Við verðum að taka eitt skref í einu og taka hvert mót fyrir sig og hámarka stigin", sagði Vettel á fréttamannfundinum eftir keppnina. Mark Webber á Red Bull varð í öðru sæti, en Fernando Alonso á Ferrari í því þriðja. Vettel er með 93 stig, en Hamilton 59, Webber 55, Jenson Button 46 og Alonso 41. „Það hjálpar alltaf að byrja keppnistímabil vel, en það er mikið eftir. Fjögur mót búinn af 19, þannig að þú getur reiknað út stigin og við verðum að halda einbeitingu", sagði Vettel. Mótshelgin var ekki öll eins og dans á rósum hjá Vettel. Hann lenti í ógöngum á föstudaginn þegar hann ók útaf í mikilli rigningu og stórskemmdi bíl sinn. Vettel gat ekki ekið á seinni æfingu dagsins, en mætti á þriðju æfinguna á laugardagsmorgun og náði besta tíma. Varð 0.001 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Í tímatökunni var Vettel í sérflokki og náði besta tíma. Var 0.4 sekúndum á undan Webber. Báðir slepptu þeir meir að segja að aka á lokamínútuum eftir að hafa náð afbragðsgóðum tíma. Vettel var þakklátur starfsmönnum Red Bull eftir erfiðan föstudag og sætan sigur. „Ég lenti í slæmum árekstri. Allir strákarnir, jafnvel Mark hjálpuðu til að laga bílinn. Það þýddi aukavinnu og mér þótti það leitt, en við bættum fyrir það í dag. Ég er ánægður með útkomuma og liðið á þakkir skildar." „Þetta var alls ekki auðvelt og það var ekki hægt að meta stöðuna fyrr en eftir fyrstu tvö þjónustuhléin. En ég stjórnaði stöðu mála og ég er ánægður með framgang okkar. Við höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu eftir mótið í Kína og þurfum að nýta slagkraftinn í næsta mót", sagði Vettel. Hann varð í öðru sæti í mótinu í Kína á eftir Hamilton, eftir að McLaren útfærði sína keppnisáætlun betur. Tvö mót eru framundan í maí. Ekið er á Katalóníu brautinni á Spáni eftir hálfan mánuð og svo í Mónakó viku síðar.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira