Fótbolti

Sölvi Geir orðinn danskur meistari með FCK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sölvi Geir Ottesen og félagar í FC Kaupmannahöfn urðu í dag danskir meistarar eftir 2-1 útisigur á Lyngby en liðið er með 26 stiga forskot á OB þegar aðeins sjö leikir eru eftir.

FCK gat tryggt sér titilinn eftir að ljóst varð að OB hafði tapað óvænt á heimavelli fyrir FC Nordsjælland.

Dame N'Doye tryggði FCK 2-1 sigurinn á Lyngby og þar með meistaratitilinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Peter Madsen hafði komið Lyngby yfir á 8. mínútu áður en Cristian Bolanos tókst að jafna leikinn á 25. mínútu.

Sölvi Geir Ottesen er enn meiddur og var ekki með FCK í dag. Hann nær því samt að verða Danmerkurmeistari á sínu fyrsta ári með FCK-liðinu sem keypti hann frá SønderjyskE síðasta sumar.

Þetta er í annað skiptið sem Sölvi Geir verður meistari á ferlinum en hann var sænsku meistari með Djurgarden árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×