Whimarsh telur að framþróun McLaren geti fært liðinu titilinn 29. apríl 2011 16:23 Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren Formúlu 1 liðsins. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að framþróun McLaren á keppnisbíl þeirra Lewis Hamilton og Jenson Button geti fært liðinu meistaratitilinn í Formúlu 1. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína og McLaren keppir í Tyrklandi um aðra helgi. Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, en Hamilton er með 47. Í stigakeppni bílasmiða er Red Bull með 105 stig, en McLaren 85. „Að sigra í Kína var frábær uppskera fyrir þá miklu vinnu sem hefur verið framkvæmd á mótssvæðum og í bækistöð McLaren til að gera MP-26 (McLaren) að sigurbíl. Við erum spenntir og hraðinn og þolgæðin sem ökumenn hafa sýnt í fyrstu þremur mótunum á fjarlægum slóðum er hvatning", sagði Martin Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren. McLaren liðið varð í fyrsta og öðru sæti í kappakstrinum í Tyrklandi í fyrra, en Lewis Hamilton kom fyrstur í endamark á undan Jenson Button. „Við þurfum að bæta okkur í tímatökum og auka keppnishraðann, ef við ætlum að halda áfram að ógna á toppnum. Það verða mörg lið með endurbætur fyrir tyrkneska kappaksturinn og enginn getur staðið í stað. Við munum skoða nokkrar endurbætur á föstudagsæfingunum." „Hraði í framþróun er það sem getur fært okkur meistaratitilinn og við mætum til Tyrklands, staðráðnir í að endurbæturnar færi okkur hagkvæmar lausnir og auka möguleika ökumanna okkar. Mótið í fyrra var eitt það mest spennandi í minningunni og sú minning verður án vafa hvatning fyrir allt liðið", sagði Whitmarsh um mótið í Tyrklandi um aðra helgi. Formúla Íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að framþróun McLaren á keppnisbíl þeirra Lewis Hamilton og Jenson Button geti fært liðinu meistaratitilinn í Formúlu 1. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína og McLaren keppir í Tyrklandi um aðra helgi. Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, en Hamilton er með 47. Í stigakeppni bílasmiða er Red Bull með 105 stig, en McLaren 85. „Að sigra í Kína var frábær uppskera fyrir þá miklu vinnu sem hefur verið framkvæmd á mótssvæðum og í bækistöð McLaren til að gera MP-26 (McLaren) að sigurbíl. Við erum spenntir og hraðinn og þolgæðin sem ökumenn hafa sýnt í fyrstu þremur mótunum á fjarlægum slóðum er hvatning", sagði Martin Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren. McLaren liðið varð í fyrsta og öðru sæti í kappakstrinum í Tyrklandi í fyrra, en Lewis Hamilton kom fyrstur í endamark á undan Jenson Button. „Við þurfum að bæta okkur í tímatökum og auka keppnishraðann, ef við ætlum að halda áfram að ógna á toppnum. Það verða mörg lið með endurbætur fyrir tyrkneska kappaksturinn og enginn getur staðið í stað. Við munum skoða nokkrar endurbætur á föstudagsæfingunum." „Hraði í framþróun er það sem getur fært okkur meistaratitilinn og við mætum til Tyrklands, staðráðnir í að endurbæturnar færi okkur hagkvæmar lausnir og auka möguleika ökumanna okkar. Mótið í fyrra var eitt það mest spennandi í minningunni og sú minning verður án vafa hvatning fyrir allt liðið", sagði Whitmarsh um mótið í Tyrklandi um aðra helgi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira