Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í fótbolta með 3-1 sigri á Þór/KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Þór/KA var yfir í hálfleik en Stjörnukonur skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum.
Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA í 1-0 í leiknum en Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir jafnaði metin. Ashley Bares og Inga Birna Friðjónsdóttir bættu síðan við mörkum og tryggðu Stjörnunni sæti í úrslitaleiknum í annað skiptið á þremur árum.
Stjarnan komst einnig í úrslitaleikinn árið 2009 en tapaði þá 2-3 fyrir Þór/KA. Úrslitaleikur Vals og Stjörnunnar fer fram í Kórnum á þriðjudaginn kemur.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af fótbolta.net.
