Vettel: Gæti ekki verið hamingjusamari 10. apríl 2011 19:02 Sebastian Vettel var ánægður með árangur dagsins. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sebastian Vettel er kampakátur með árangurinn í öðru Formúlu 1 móti ársins, en hann vann sinn annan sigur í röð, þegar hann lauk keppni í fyrsta sæti á Sepang brautinni í dag. „Ræsingin var mikilvæg. Ég taldi mig byrja mjög vel, en þá sá ég Lewis gera sig líklegan fyrir aftan mig. Ég var hissa á leið að fyrstu beygju, þar sem ég sá svartan hlut í speglinum. Ég vissi að það var Lotus. Ég gat skilið mig frá hópnum, skref fyrir skref", sagði Vettel um fyrstu hringina í Malasíu í dag. Vettel er efstur að stigum með 50 stig, Jenson Button er með 26, Lewis Hamilton 24 og Mark Webber 22. „Keppnin núna var allt öðruvísi en fyrir tveimur vikum. Það var meira jafnræði og fleiri þjónustuhlé vegna dekkjaslits. Maður vill ekki vera fyrstur í þjónustuhlé og taka sem fæst, en vill ekki að aðrir nái sér í nýrri dekk og vinni tíma á þig." „Þetta var ekki auðveld keppni. Ég er mjög ánægður með árangurinn í dag. Ég elska það sem ég geri og gæti ekki verið ánægðari á þessum tímapunkti. Þetta var jafnt og við verðum að halda ró okkar og halda áfram af kappi, sem strákarnir vita að er rétta leiðin. Ég hef ekki áhyggjur. Núna er að njóta og vera stoltur", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel er kampakátur með árangurinn í öðru Formúlu 1 móti ársins, en hann vann sinn annan sigur í röð, þegar hann lauk keppni í fyrsta sæti á Sepang brautinni í dag. „Ræsingin var mikilvæg. Ég taldi mig byrja mjög vel, en þá sá ég Lewis gera sig líklegan fyrir aftan mig. Ég var hissa á leið að fyrstu beygju, þar sem ég sá svartan hlut í speglinum. Ég vissi að það var Lotus. Ég gat skilið mig frá hópnum, skref fyrir skref", sagði Vettel um fyrstu hringina í Malasíu í dag. Vettel er efstur að stigum með 50 stig, Jenson Button er með 26, Lewis Hamilton 24 og Mark Webber 22. „Keppnin núna var allt öðruvísi en fyrir tveimur vikum. Það var meira jafnræði og fleiri þjónustuhlé vegna dekkjaslits. Maður vill ekki vera fyrstur í þjónustuhlé og taka sem fæst, en vill ekki að aðrir nái sér í nýrri dekk og vinni tíma á þig." „Þetta var ekki auðveld keppni. Ég er mjög ánægður með árangurinn í dag. Ég elska það sem ég geri og gæti ekki verið ánægðari á þessum tímapunkti. Þetta var jafnt og við verðum að halda ró okkar og halda áfram af kappi, sem strákarnir vita að er rétta leiðin. Ég hef ekki áhyggjur. Núna er að njóta og vera stoltur", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira