Sérfræðingur segir allt óvíst um skaðabótamál Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2011 08:00 Skúli Magnússon er ritari EFTA dómstólsins. Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu. Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, bendir á að til þess að skaðabótamál sé höfðað þurfti tjón að liggja fyrir. Menn verði að svara því hver fyrir sig hvort hægt sé að staðreyna tjón áður en það er búið að úthluta úr þrotabúi viðkomandi fyrirtækis. „Það er bara eins og ef það er brotin rúða hjá þér, þá þarf að sýna að það hafi orðið tjón og síðan að tjónið hafi verið þetta. Það eru uppi allskonar meiningar um þetta, en fyrr en búið er að úthluta úr þrotabúinu geta menn svarað hver fyrir sig hvort að þessu skilyrði sé fullnægt,“ segir Skúli.Leitað álits hjá EFTA dómstólnum Verði mál höfðað fyrir EFTA dómstólnum mun það fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið tilskipun EES um innistæðutryggingar. Hugsanlega mun það einnig fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ekki verður skorið úr um skaðabótaskyldu Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum. Slíkt skaðabótamál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Skúli segir að ef þessi staða komi upp séu íslenskir dómstólar bundnir af reglum Evrópska efnahagssvæðisins um það hvernig þeir komist að sinni niðurstöðu í skaðabóta. „Ef það er einhver vafi þá ber þeim í raun og veru skylda til þess að leita álits EFTA dómstólsins,“ segir Skúli. Íslenskir dómstólar fengu þá ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum. Dómsmál tekur 7 mánuði Skúli segist ekki geta svarað því hve löng málsmeðferðin í Icesave málinu kunni að verða fyrir EFTA dómstólnum. „Ég get hins vegar upplýst það að svona meðallengd málsmeðferðar hefur verið í kringum sjö mánuði,“ segir Skúli. Málið sé núna á því stigi að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gefið út tilkynningu, svokallað áminningarbréf. Eftir að athugasemdir hafi borist við því kunni Eftirlitsstofnunin að gefa út rökstutt álit. Hún fái svo viðbrögð við því og eftir það taki hún ákvörðun um málshöfðun. Þegar málið er komið til EFTA dómstólsins fer fram gagnaöflun sem er í meginatriðum sú að það aðildarríki sem er kært fyrir samningsbrot skilar greinargerð. Sóknaraðilinn fær tækifæri til að svara þeirri greinargerð og aðildarríkið fær síðan að svara svarinu. Í einstökum málum er hægt að afla frekari gagna, svo sem með vitnaleiðslum. „Þannig að það er ómögulegt að segja hvernig málsmeðferðin mun lita út í einstökum málum,“ segir Skúli. Evrópusambandið aðili að málinu Skúli segir að ef Eftirlitsstofnun EFTA höfði málið gegn íslenskum stjórnvöldum geti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök aðildarríki innan Evrópusambandsins ákveðið að taka þátt í málsmeðferðinni. „Það er nánast regla að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þátt í meðferð mála fyrir EFTA dómstólnum. Það yrði engin undantekning heldur í samræmi við viðtekna framkvæmd,“ segir Skúli. Icesave Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Það er alls óvíst að Bretar og Hollendingar geti höfðað skaðabótamál gegn Íslendingum, jafnvel þótt EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið gegn EES samningnum í Icesave málinu. Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, bendir á að til þess að skaðabótamál sé höfðað þurfti tjón að liggja fyrir. Menn verði að svara því hver fyrir sig hvort hægt sé að staðreyna tjón áður en það er búið að úthluta úr þrotabúi viðkomandi fyrirtækis. „Það er bara eins og ef það er brotin rúða hjá þér, þá þarf að sýna að það hafi orðið tjón og síðan að tjónið hafi verið þetta. Það eru uppi allskonar meiningar um þetta, en fyrr en búið er að úthluta úr þrotabúinu geta menn svarað hver fyrir sig hvort að þessu skilyrði sé fullnægt,“ segir Skúli.Leitað álits hjá EFTA dómstólnum Verði mál höfðað fyrir EFTA dómstólnum mun það fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið tilskipun EES um innistæðutryggingar. Hugsanlega mun það einnig fjalla um hvort Íslendingar hafi brotið bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Ekki verður skorið úr um skaðabótaskyldu Íslendinga fyrir EFTA dómstólnum. Slíkt skaðabótamál þyrfti að höfða fyrir íslenskum dómstólum. Skúli segir að ef þessi staða komi upp séu íslenskir dómstólar bundnir af reglum Evrópska efnahagssvæðisins um það hvernig þeir komist að sinni niðurstöðu í skaðabóta. „Ef það er einhver vafi þá ber þeim í raun og veru skylda til þess að leita álits EFTA dómstólsins,“ segir Skúli. Íslenskir dómstólar fengu þá ráðgefandi álit frá EFTA dómstólnum. Dómsmál tekur 7 mánuði Skúli segist ekki geta svarað því hve löng málsmeðferðin í Icesave málinu kunni að verða fyrir EFTA dómstólnum. „Ég get hins vegar upplýst það að svona meðallengd málsmeðferðar hefur verið í kringum sjö mánuði,“ segir Skúli. Málið sé núna á því stigi að Eftirlitsstofnun EFTA hafi gefið út tilkynningu, svokallað áminningarbréf. Eftir að athugasemdir hafi borist við því kunni Eftirlitsstofnunin að gefa út rökstutt álit. Hún fái svo viðbrögð við því og eftir það taki hún ákvörðun um málshöfðun. Þegar málið er komið til EFTA dómstólsins fer fram gagnaöflun sem er í meginatriðum sú að það aðildarríki sem er kært fyrir samningsbrot skilar greinargerð. Sóknaraðilinn fær tækifæri til að svara þeirri greinargerð og aðildarríkið fær síðan að svara svarinu. Í einstökum málum er hægt að afla frekari gagna, svo sem með vitnaleiðslum. „Þannig að það er ómögulegt að segja hvernig málsmeðferðin mun lita út í einstökum málum,“ segir Skúli. Evrópusambandið aðili að málinu Skúli segir að ef Eftirlitsstofnun EFTA höfði málið gegn íslenskum stjórnvöldum geti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og einstök aðildarríki innan Evrópusambandsins ákveðið að taka þátt í málsmeðferðinni. „Það er nánast regla að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur þátt í meðferð mála fyrir EFTA dómstólnum. Það yrði engin undantekning heldur í samræmi við viðtekna framkvæmd,“ segir Skúli.
Icesave Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira