Hamilton vann æsispennandi Kína kappakstur 17. apríl 2011 10:20 Lewis Hamilton fagnar í Kína í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstu í endmark í tilþrifamiklum kappakstri í Sjanghæ í Kína í dag. Sex ökumenn skiptust á að hafa forystu í mótinu, en Sebastian Vettel varð annar og Mark Webber þriðji, en báðir aka með Red Bull. Webber vann sig upp úr átjándi sæti á ráslínu í það þriðja, eftir frábæra frammistöðu, en miklar sviptingar voru í mótinu frá upphafi til enda. Ljóst þykir að nýjar reglur um stillanlega afturvængi á bílunum bjóða upp á meiri framúrakstur í mótum og var stöðubarátta í algleymingi alla keppnina. Þá beittu keppnislið mismunandi þjónustuáætlunum varðandi umskipti á dekkjum og það gerði gæfumuninn hjá mörgum ökumönnum. Með sigrinum bætti Hamilton stöðu sýna í stigamótinu gagnvart Vettel, sem hafði unnið tvö fyrstu mót ársins. Hamilton var þriðji á ráslínu, en sýndi mikla festu undir lokin þegar hann fór framúr bæði Hamilton og Vettel, sem höfðu verið í fyrsta og öðru sæti á ráslínu. Button náði forystu í mótinu um tíma, en varð að gefa eftir. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h36:58.226 2. Vettel Red Bull-Renault + 5.198 3. Webber Red Bull-Renault + 7.555 4. Button McLaren-Mercedes + 10.000 5. Rosberg Mercedes + 13.448 6. Massa Ferrari + 15.840 7. Alonso Ferrari + 30.622 8. Schumacher Mercedes + 31.206 9. Petrov Renault + 57.404 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:03.273 Stigastaðan 1. Vettel 68 1. Red Bull-Renault 105 2. Hamilton 47 2. McLaren-Mercedes 85 3. Button 38 3. Ferrari 50 4. Webber 37 4. Renault 32 5. Alonso 26 5. Mercedes 16 6. Massa 24 6. Sauber-Ferrari 7 7. Petrov 17 7. Toro Rosso-Ferrari 4 8. Heidfeld 15 8. Force India-Mercedes 4 Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstu í endmark í tilþrifamiklum kappakstri í Sjanghæ í Kína í dag. Sex ökumenn skiptust á að hafa forystu í mótinu, en Sebastian Vettel varð annar og Mark Webber þriðji, en báðir aka með Red Bull. Webber vann sig upp úr átjándi sæti á ráslínu í það þriðja, eftir frábæra frammistöðu, en miklar sviptingar voru í mótinu frá upphafi til enda. Ljóst þykir að nýjar reglur um stillanlega afturvængi á bílunum bjóða upp á meiri framúrakstur í mótum og var stöðubarátta í algleymingi alla keppnina. Þá beittu keppnislið mismunandi þjónustuáætlunum varðandi umskipti á dekkjum og það gerði gæfumuninn hjá mörgum ökumönnum. Með sigrinum bætti Hamilton stöðu sýna í stigamótinu gagnvart Vettel, sem hafði unnið tvö fyrstu mót ársins. Hamilton var þriðji á ráslínu, en sýndi mikla festu undir lokin þegar hann fór framúr bæði Hamilton og Vettel, sem höfðu verið í fyrsta og öðru sæti á ráslínu. Button náði forystu í mótinu um tíma, en varð að gefa eftir. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h36:58.226 2. Vettel Red Bull-Renault + 5.198 3. Webber Red Bull-Renault + 7.555 4. Button McLaren-Mercedes + 10.000 5. Rosberg Mercedes + 13.448 6. Massa Ferrari + 15.840 7. Alonso Ferrari + 30.622 8. Schumacher Mercedes + 31.206 9. Petrov Renault + 57.404 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:03.273 Stigastaðan 1. Vettel 68 1. Red Bull-Renault 105 2. Hamilton 47 2. McLaren-Mercedes 85 3. Button 38 3. Ferrari 50 4. Webber 37 4. Renault 32 5. Alonso 26 5. Mercedes 16 6. Massa 24 6. Sauber-Ferrari 7 7. Petrov 17 7. Toro Rosso-Ferrari 4 8. Heidfeld 15 8. Force India-Mercedes 4
Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira