Golf

Manassero með stáltaugar en McIlroy brotnaði á ný

Ítalska ungstirnið Matteo Manassero var með stáltaugar þegar mest á reyndi og hann landaði sigrinum tveimur dögum fyrir 18 ára afmælisdaginn
Ítalska ungstirnið Matteo Manassero var með stáltaugar þegar mest á reyndi og hann landaði sigrinum tveimur dögum fyrir 18 ára afmælisdaginn AP
Margir eru nú farnir að efast um að Rory McIlroy geti staðið undir því álagi sem fylgir því að vera í efsta sæti á lokadegi atvinnumóts í golfi. Norður-Írinn klúðraði lokadeginum á Mastersmótinu um s.l. helgi með eftirminnilegum hætti þar sem hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn.

Lokastaðan:

McIlroy virtist vera búinn að hrista af sér áfallið á Maybank meistaramótin í Malasíu en hann var með þriggja högga forskot þegar keppni var hálfnuð en hann lék af sér á þriðja hringnum sem hann lék á pari.

Ítalska ungstirnið Matteo Manassero var með stáltaugar þegar mest á reyndi og hann landaði sigrinum tveimur dögum fyrir 18 ára afmælisdaginn. Manassero lék samtals á -16 og er þetta annar sigur Manassero á Evrópumótaröðinni en hann lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari.

Rory McIlroy, sem er aðeins 21 árs gamall, lék samtals á -14 sem skilaði honum í þriðja sæti en Gregory Bourdy frá Frakklandi endaði í öðru sæti á -15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×