Hnútur sem þarf að leysa Ólafur Stephensen skrifar 19. apríl 2011 09:27 Viðræður atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og stjórnvalda komust í vondan hnút síðastliðinn föstudag þegar kjaraviðræður sigldu í strand. Sjávarútvegsmál voru stærsta ágreiningsefnið en ríkisstjórnin gat ekki sýnt vinnuveitendum á spilin um það hvaða breytingar yrðu gerðar á stjórn fiskveiða. Niðurstaðan er afleit; annars vegar er friður og stöðugleiki á vinnumarkaði í uppnámi og hins vegar er allt á huldu um það hvaða rekstrarumhverfi einni af undirstöðuatvinnugreinunum verður búið. Andstætt því sem margir hafa haldið fram að undanförnu tengist þetta tvennt. Það er erfitt fyrir þá sem reka fyrirtæki að skuldbinda þau til að standa undir tilteknum launahækkunum næstu þrjú árin þegar jafnmikil óvissa er um starfsskilyrði í stórri atvinnugrein. Útgerðarmenn eru nú að sumu leyti að uppskera eins og þeir hafa sáð. Árum saman hefur Landssamband íslenzkra útgerðarmanna komið fram í umræðum af hörku og óbilgirni (og sumir segja frekju, eins og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur gerði hér í blaðinu í gær). Í ýmsum málum, sérstaklega fiskveiðistjórnunarmálunum en líka t.d. umhverfismálum, hvalveiðimálum og Evrópumálum, hafa útgerðarmenn fremur útmálað þá sem eru ósammála þeim sem ómarktæka vitleysinga en að þeir hafi lýst sig reiðubúna að ræða málin. Inneign þeirra hjá almenningi er fyrir vikið óskaplega lítil. Þetta eiga stjórnmálamenn nú auðvelt með að nýta sér. Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og allir hinir sem hafa dembt sér yfir LÍÚ undanfarna daga vita mætavel að fyrir slíkar skammir fá þau bara prik hjá stórum hluta kjósenda. Það er auðvelt að nota LÍÚ-grýluna til að breiða yfir það að ríkisstjórnin er í raun ekki búin að ná neinni niðurstöðu um það hvaða breytingar hún vill gera á stjórn fiskveiða. Hér er hins vegar meira í húfi en svo að stjórnvöld geti leyft sér að spila á óvinsældir útgerðarauðvaldsins meðal almennings. Fiskveiðistjórnunarkerfinu þarf að breyta til að fullnægja réttlætissjónarmiðum. En það er til lítils unnið ef breytingarnar hafa það í för með sér að greinin standi ekki undir sér. Efnahagslíf Íslands má ekki við slíkri niðurstöðu. Það má heldur ekki gleymast að í raun er orðið of seint að gera nokkuð við því sem er í raun versta ranglætið í kvótakerfinu; að menn sem fengu kvótann gefins selji hann og fari út úr greininni með miklum gróða. Langflestir sem starfa við útgerð í dag keyptu kvótann sinn og breytingar þurfa að taka mið af því. LÍÚ hefur lýst sig reiðubúið til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem koma til móts við kröfur um aukið réttlæti og viðurkenningu á eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni og hlutdeild hennar í arðinum af henni. En útgerðarmenn þurfa að finna sér nýjan tón í umræðum um þessi mál. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar þurfa sömuleiðis að nálgast þessi mál af ábyrgð og horfa langt fram á veginn, í stað þess að falla í þá freistni að kaupa sér vinsældir með því að berja á útgerðarmönnum. Þennan hnút verður að leysa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Viðræður atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og stjórnvalda komust í vondan hnút síðastliðinn föstudag þegar kjaraviðræður sigldu í strand. Sjávarútvegsmál voru stærsta ágreiningsefnið en ríkisstjórnin gat ekki sýnt vinnuveitendum á spilin um það hvaða breytingar yrðu gerðar á stjórn fiskveiða. Niðurstaðan er afleit; annars vegar er friður og stöðugleiki á vinnumarkaði í uppnámi og hins vegar er allt á huldu um það hvaða rekstrarumhverfi einni af undirstöðuatvinnugreinunum verður búið. Andstætt því sem margir hafa haldið fram að undanförnu tengist þetta tvennt. Það er erfitt fyrir þá sem reka fyrirtæki að skuldbinda þau til að standa undir tilteknum launahækkunum næstu þrjú árin þegar jafnmikil óvissa er um starfsskilyrði í stórri atvinnugrein. Útgerðarmenn eru nú að sumu leyti að uppskera eins og þeir hafa sáð. Árum saman hefur Landssamband íslenzkra útgerðarmanna komið fram í umræðum af hörku og óbilgirni (og sumir segja frekju, eins og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur gerði hér í blaðinu í gær). Í ýmsum málum, sérstaklega fiskveiðistjórnunarmálunum en líka t.d. umhverfismálum, hvalveiðimálum og Evrópumálum, hafa útgerðarmenn fremur útmálað þá sem eru ósammála þeim sem ómarktæka vitleysinga en að þeir hafi lýst sig reiðubúna að ræða málin. Inneign þeirra hjá almenningi er fyrir vikið óskaplega lítil. Þetta eiga stjórnmálamenn nú auðvelt með að nýta sér. Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og allir hinir sem hafa dembt sér yfir LÍÚ undanfarna daga vita mætavel að fyrir slíkar skammir fá þau bara prik hjá stórum hluta kjósenda. Það er auðvelt að nota LÍÚ-grýluna til að breiða yfir það að ríkisstjórnin er í raun ekki búin að ná neinni niðurstöðu um það hvaða breytingar hún vill gera á stjórn fiskveiða. Hér er hins vegar meira í húfi en svo að stjórnvöld geti leyft sér að spila á óvinsældir útgerðarauðvaldsins meðal almennings. Fiskveiðistjórnunarkerfinu þarf að breyta til að fullnægja réttlætissjónarmiðum. En það er til lítils unnið ef breytingarnar hafa það í för með sér að greinin standi ekki undir sér. Efnahagslíf Íslands má ekki við slíkri niðurstöðu. Það má heldur ekki gleymast að í raun er orðið of seint að gera nokkuð við því sem er í raun versta ranglætið í kvótakerfinu; að menn sem fengu kvótann gefins selji hann og fari út úr greininni með miklum gróða. Langflestir sem starfa við útgerð í dag keyptu kvótann sinn og breytingar þurfa að taka mið af því. LÍÚ hefur lýst sig reiðubúið til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem koma til móts við kröfur um aukið réttlæti og viðurkenningu á eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni og hlutdeild hennar í arðinum af henni. En útgerðarmenn þurfa að finna sér nýjan tón í umræðum um þessi mál. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar þurfa sömuleiðis að nálgast þessi mál af ábyrgð og horfa langt fram á veginn, í stað þess að falla í þá freistni að kaupa sér vinsældir með því að berja á útgerðarmönnum. Þennan hnút verður að leysa.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun