Icesave málið gæti verið hjúpað leynd næstu 110 árin Símon Birgisson skrifar 19. apríl 2011 18:45 Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Markmið upplýsingalaganna, sem forsætisráðherra lagði fram, er að tryggja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi. Lögin hafa þó verið harðlega gagnrýnd sér í lagi ákvæði um að þjóðskjalavörður geti ákveðið að hefta aðgang að skjölum í allt að hundrað og tíu ár telji hann almannahagsmuni eiga við. „Það er alveg óskilgreint um hvaða virku almannahgasmuni geti verið að ræða sem réttlæti það að loka skjölum í hundrað og tíu ár," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, en í umsögn hennar um frumvarpið segir hún það í beinlínis miða að því að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Hér sýnir okkur skjöl sem borgarskjalasafni bárust nýlega um Bjarna Benediktsson. „Samkvæmt frumvarpinu væri hægt að loka þessum skjölum í sextíu ár. En þegar maður skoðar þetta sér maður ekki ástæðuna til að loka þessu," segir Svanhildur. Frumvarpið liggur nú á borði allsherjarnefndar en erfitt er að sjá miðað við þær umsagnir sem hafa borist að það þjóni hlutverki sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Í umsögn blaðamannafélags Íslands kemur fram að ef lögin væru í gildi hefði Árbótarmálið svokallaða ekki komist upp á yfirborðið. „Og ef að frumvarpið eða lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá mætti búast við því að mikilvægar upplýsingar í tengslum við Icesve málið kynni að vera lokað og ekki upplýst um þau fyrr en 2120," segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir frumvarpið svo gallað, „að það væri nærtækast að leggja það til hliðar og gera þá atlögu að því að nýju og semja þá nýtt frumvarp frá grunni því þetta frumvarp sýnist mér vera afturför frá þeim upplýsingalögum sem nú eru í gildi og hafa reynst mjög vel." Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Markmið upplýsingalaganna, sem forsætisráðherra lagði fram, er að tryggja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi. Lögin hafa þó verið harðlega gagnrýnd sér í lagi ákvæði um að þjóðskjalavörður geti ákveðið að hefta aðgang að skjölum í allt að hundrað og tíu ár telji hann almannahagsmuni eiga við. „Það er alveg óskilgreint um hvaða virku almannahgasmuni geti verið að ræða sem réttlæti það að loka skjölum í hundrað og tíu ár," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, en í umsögn hennar um frumvarpið segir hún það í beinlínis miða að því að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Hér sýnir okkur skjöl sem borgarskjalasafni bárust nýlega um Bjarna Benediktsson. „Samkvæmt frumvarpinu væri hægt að loka þessum skjölum í sextíu ár. En þegar maður skoðar þetta sér maður ekki ástæðuna til að loka þessu," segir Svanhildur. Frumvarpið liggur nú á borði allsherjarnefndar en erfitt er að sjá miðað við þær umsagnir sem hafa borist að það þjóni hlutverki sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Í umsögn blaðamannafélags Íslands kemur fram að ef lögin væru í gildi hefði Árbótarmálið svokallaða ekki komist upp á yfirborðið. „Og ef að frumvarpið eða lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá mætti búast við því að mikilvægar upplýsingar í tengslum við Icesve málið kynni að vera lokað og ekki upplýst um þau fyrr en 2120," segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir frumvarpið svo gallað, „að það væri nærtækast að leggja það til hliðar og gera þá atlögu að því að nýju og semja þá nýtt frumvarp frá grunni því þetta frumvarp sýnist mér vera afturför frá þeim upplýsingalögum sem nú eru í gildi og hafa reynst mjög vel."
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira