Button: Erfiðasta mótið í Malasíu 1. apríl 2011 11:50 Jenson Button segir að menn verði að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi í mótinu í Malasíu. Mynd: Getty Images/Clive Mason Jenson Button hjá McLaren telur að Formúlu 1 mótið á Sepang brautinni í Malasíu um aðra helgi sé það erfiðasta hvað líkamleg átök varðar. Hann var sáttur við bíl sinn í mótinu í Ástralíu um síðustu helgi, en Button vann mótið í Malasíu árið 2009. „Þegar ég byrjaði í Formúlu 1, þá var mótið í Malasíu eitt af nýjustu mótunum á mótaskránni, en núna finnst mér það gamalkunnungt og skemmtilegt. Sepang brautin hefur batnað með árunum og er alltaf frábær braut og mótið hefur skapað sér sérstöðu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. Button var í harðri keppni um sæti við Felipe Massa í síðustu keppni, en stytti sér leið um brautina í slagnum við Massa, til að lenda ekki í árekstri og fékk akstursvíti frá dómurum fyrir tiltækið. Hann brást ekki nógu fljótt við því, né McLaren að gefa sætið eftir sem hann hafði náð af Massa. Button ók í raun ólöglega framúr Massa. Eftir að hafa tekið út refsingu dómaranna, náði Button sem að skáka Massa í keppninni og varð í sjötta sæti, en Massa varð sjöundi. En Button hefur trú á McLaren bílnum eftir fyrsta mótið og líst vel á Sepang brautina. „Það þarf skilvirkan bíl á brautina, beygjurnar eru plássmiklar og refsa ef bílarnir eru ekki með gott niðurtog. Mér finnst ég hafi verið á góðum bíl í Melbourne og hlakka til að vita hvernig bíllinn verður á æfingum á brautinni", sagði Button. „Eitt af því sem skiptir mestu máli er að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi. Þeir sem ekki hafa komið til Malasíu, átta sig ekki á því að þetta er eins ofn. Þetta er erfiðasta mót ársins líkamlega séð og gott líkamlegt ástand skilar sér í keppninni." „Ég vann á brautinni árið 2009 í einhverum þeim verstu aðstæðum sem ég hef nokkurn tímann upplifað í kappakstursbíl. Það var eins og að keyra gegnum á á köflum. Hvað veður sem skellur á okkur, þá hef ég trú áð við getum skilað góðum árangri á ný", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren telur að Formúlu 1 mótið á Sepang brautinni í Malasíu um aðra helgi sé það erfiðasta hvað líkamleg átök varðar. Hann var sáttur við bíl sinn í mótinu í Ástralíu um síðustu helgi, en Button vann mótið í Malasíu árið 2009. „Þegar ég byrjaði í Formúlu 1, þá var mótið í Malasíu eitt af nýjustu mótunum á mótaskránni, en núna finnst mér það gamalkunnungt og skemmtilegt. Sepang brautin hefur batnað með árunum og er alltaf frábær braut og mótið hefur skapað sér sérstöðu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. Button var í harðri keppni um sæti við Felipe Massa í síðustu keppni, en stytti sér leið um brautina í slagnum við Massa, til að lenda ekki í árekstri og fékk akstursvíti frá dómurum fyrir tiltækið. Hann brást ekki nógu fljótt við því, né McLaren að gefa sætið eftir sem hann hafði náð af Massa. Button ók í raun ólöglega framúr Massa. Eftir að hafa tekið út refsingu dómaranna, náði Button sem að skáka Massa í keppninni og varð í sjötta sæti, en Massa varð sjöundi. En Button hefur trú á McLaren bílnum eftir fyrsta mótið og líst vel á Sepang brautina. „Það þarf skilvirkan bíl á brautina, beygjurnar eru plássmiklar og refsa ef bílarnir eru ekki með gott niðurtog. Mér finnst ég hafi verið á góðum bíl í Melbourne og hlakka til að vita hvernig bíllinn verður á æfingum á brautinni", sagði Button. „Eitt af því sem skiptir mestu máli er að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi. Þeir sem ekki hafa komið til Malasíu, átta sig ekki á því að þetta er eins ofn. Þetta er erfiðasta mót ársins líkamlega séð og gott líkamlegt ástand skilar sér í keppninni." „Ég vann á brautinni árið 2009 í einhverum þeim verstu aðstæðum sem ég hef nokkurn tímann upplifað í kappakstursbíl. Það var eins og að keyra gegnum á á köflum. Hvað veður sem skellur á okkur, þá hef ég trú áð við getum skilað góðum árangri á ný", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn