Lýsir tilgangslausum frægðarhórum á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2011 10:24 Pistlahöfundur gefur ekki mikið fyrir þau Völu Grand, Ásdísi Rán, Gillzenegger, Jón stóra og Tobbu Marínós. „Flest frægt fólk á Íslandi er tilgangslausar frægðarhórur sem þrífst á sviðsljósinu eins og það sé því nauðsynlegt fyrir ljóstillífun," segir pistlahöfundur The Reykjavík Grapevine. Í pistli sem birtist eftir Ragnar Egilsson á vef blaðsins fer hann hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum. Pistlahöfundur segir að Jón stóri sé heilbrigður, edrú og alls ekki ofbeldisfullur maður sem taki stundum að sér að aðstoða fólk við að eiga við þrjóska skuldara. Hann hafi lent í sviðsljósinu eftir nokkrar handtökur sem hafi vakið athygli. Í einni þeirra hafi sérsveit lögreglunnar komið við sögu eftir að Jón hafi sést fyrir misskilning veifa skotvopni á lóð sinni. Um Völu Grand er sagt í pistlinum að hún sé transmanneskja af asískum uppruna. Hún sé ef til vill ekki fyrsta manneskjan sem hafi skipt um kyn á Íslandi, en sé í það minnsta önnur í röðinni til að vekja þjóðarathygli fyrir kynskiptin, á eftir Önnu Kristjánsdóttur. Anna sé vel þjálfaður vélvirkji og bloggari. Vala hafi hins vegar í farteskinu myndavél og athyglisþörf sem þurfi að þjóna. Vala sé því yfirburðarmanneskja. Þá segir pistlahöfundur að Egill Einarsson, eða Gillzenegger, hafi upprunalega verið bloggari. Það sé ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann hafi skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hafi nýtt sér sterklega líkamsbyggingu sína og skrúðmælgi um konur til þess að byggja upp veldi sem feli í sér sjónvarsþætti, metsölubækur, fjölda auglýsinga og fjölda viðtala. Þá segir pistlahöfundur að Tobba Marínós sé kvenkynsútgáfan af Gillz. Hún sé stefnumótaráðgjafi og slúðurdrottning sem hafi unnið sér frægð einhvern tímann á síðasta ári. Loks segir pistlahöfundur að Ásdís Rán hafi blómstrað sem eiginkona knattspyrnumanns og síðar náð að byggja upp feril sem fyrirsæta. Hún hafi sett á laggirnar eigin snyrtivörulínu og tiplað á tánum á undirfötunum. Pistlahöfundur segir að Ásdís Rán sé ef til vill ekki sannfærandi femínisti en hún hafi sínar björtu hliðar, sem pistlahöfundur telur upp. Mál Jóns stóra Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Flest frægt fólk á Íslandi er tilgangslausar frægðarhórur sem þrífst á sviðsljósinu eins og það sé því nauðsynlegt fyrir ljóstillífun," segir pistlahöfundur The Reykjavík Grapevine. Í pistli sem birtist eftir Ragnar Egilsson á vef blaðsins fer hann hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum. Pistlahöfundur segir að Jón stóri sé heilbrigður, edrú og alls ekki ofbeldisfullur maður sem taki stundum að sér að aðstoða fólk við að eiga við þrjóska skuldara. Hann hafi lent í sviðsljósinu eftir nokkrar handtökur sem hafi vakið athygli. Í einni þeirra hafi sérsveit lögreglunnar komið við sögu eftir að Jón hafi sést fyrir misskilning veifa skotvopni á lóð sinni. Um Völu Grand er sagt í pistlinum að hún sé transmanneskja af asískum uppruna. Hún sé ef til vill ekki fyrsta manneskjan sem hafi skipt um kyn á Íslandi, en sé í það minnsta önnur í röðinni til að vekja þjóðarathygli fyrir kynskiptin, á eftir Önnu Kristjánsdóttur. Anna sé vel þjálfaður vélvirkji og bloggari. Vala hafi hins vegar í farteskinu myndavél og athyglisþörf sem þurfi að þjóna. Vala sé því yfirburðarmanneskja. Þá segir pistlahöfundur að Egill Einarsson, eða Gillzenegger, hafi upprunalega verið bloggari. Það sé ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann hafi skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hafi nýtt sér sterklega líkamsbyggingu sína og skrúðmælgi um konur til þess að byggja upp veldi sem feli í sér sjónvarsþætti, metsölubækur, fjölda auglýsinga og fjölda viðtala. Þá segir pistlahöfundur að Tobba Marínós sé kvenkynsútgáfan af Gillz. Hún sé stefnumótaráðgjafi og slúðurdrottning sem hafi unnið sér frægð einhvern tímann á síðasta ári. Loks segir pistlahöfundur að Ásdís Rán hafi blómstrað sem eiginkona knattspyrnumanns og síðar náð að byggja upp feril sem fyrirsæta. Hún hafi sett á laggirnar eigin snyrtivörulínu og tiplað á tánum á undirfötunum. Pistlahöfundur segir að Ásdís Rán sé ef til vill ekki sannfærandi femínisti en hún hafi sínar björtu hliðar, sem pistlahöfundur telur upp.
Mál Jóns stóra Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira