Lýsir tilgangslausum frægðarhórum á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2011 10:24 Pistlahöfundur gefur ekki mikið fyrir þau Völu Grand, Ásdísi Rán, Gillzenegger, Jón stóra og Tobbu Marínós. „Flest frægt fólk á Íslandi er tilgangslausar frægðarhórur sem þrífst á sviðsljósinu eins og það sé því nauðsynlegt fyrir ljóstillífun," segir pistlahöfundur The Reykjavík Grapevine. Í pistli sem birtist eftir Ragnar Egilsson á vef blaðsins fer hann hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum. Pistlahöfundur segir að Jón stóri sé heilbrigður, edrú og alls ekki ofbeldisfullur maður sem taki stundum að sér að aðstoða fólk við að eiga við þrjóska skuldara. Hann hafi lent í sviðsljósinu eftir nokkrar handtökur sem hafi vakið athygli. Í einni þeirra hafi sérsveit lögreglunnar komið við sögu eftir að Jón hafi sést fyrir misskilning veifa skotvopni á lóð sinni. Um Völu Grand er sagt í pistlinum að hún sé transmanneskja af asískum uppruna. Hún sé ef til vill ekki fyrsta manneskjan sem hafi skipt um kyn á Íslandi, en sé í það minnsta önnur í röðinni til að vekja þjóðarathygli fyrir kynskiptin, á eftir Önnu Kristjánsdóttur. Anna sé vel þjálfaður vélvirkji og bloggari. Vala hafi hins vegar í farteskinu myndavél og athyglisþörf sem þurfi að þjóna. Vala sé því yfirburðarmanneskja. Þá segir pistlahöfundur að Egill Einarsson, eða Gillzenegger, hafi upprunalega verið bloggari. Það sé ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann hafi skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hafi nýtt sér sterklega líkamsbyggingu sína og skrúðmælgi um konur til þess að byggja upp veldi sem feli í sér sjónvarsþætti, metsölubækur, fjölda auglýsinga og fjölda viðtala. Þá segir pistlahöfundur að Tobba Marínós sé kvenkynsútgáfan af Gillz. Hún sé stefnumótaráðgjafi og slúðurdrottning sem hafi unnið sér frægð einhvern tímann á síðasta ári. Loks segir pistlahöfundur að Ásdís Rán hafi blómstrað sem eiginkona knattspyrnumanns og síðar náð að byggja upp feril sem fyrirsæta. Hún hafi sett á laggirnar eigin snyrtivörulínu og tiplað á tánum á undirfötunum. Pistlahöfundur segir að Ásdís Rán sé ef til vill ekki sannfærandi femínisti en hún hafi sínar björtu hliðar, sem pistlahöfundur telur upp. Mál Jóns stóra Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
„Flest frægt fólk á Íslandi er tilgangslausar frægðarhórur sem þrífst á sviðsljósinu eins og það sé því nauðsynlegt fyrir ljóstillífun," segir pistlahöfundur The Reykjavík Grapevine. Í pistli sem birtist eftir Ragnar Egilsson á vef blaðsins fer hann hörðum orðum um umtalaðasta fólkið á Íslandi í dag, þau Jón Hilmar Hallgrímsson, Völu Grand, Gillzenegger, Tobbu Marínós og Ásdísi Rán. Segja má að hann geri stólpagrín að þeim öllum. Pistlahöfundur segir að Jón stóri sé heilbrigður, edrú og alls ekki ofbeldisfullur maður sem taki stundum að sér að aðstoða fólk við að eiga við þrjóska skuldara. Hann hafi lent í sviðsljósinu eftir nokkrar handtökur sem hafi vakið athygli. Í einni þeirra hafi sérsveit lögreglunnar komið við sögu eftir að Jón hafi sést fyrir misskilning veifa skotvopni á lóð sinni. Um Völu Grand er sagt í pistlinum að hún sé transmanneskja af asískum uppruna. Hún sé ef til vill ekki fyrsta manneskjan sem hafi skipt um kyn á Íslandi, en sé í það minnsta önnur í röðinni til að vekja þjóðarathygli fyrir kynskiptin, á eftir Önnu Kristjánsdóttur. Anna sé vel þjálfaður vélvirkji og bloggari. Vala hafi hins vegar í farteskinu myndavél og athyglisþörf sem þurfi að þjóna. Vala sé því yfirburðarmanneskja. Þá segir pistlahöfundur að Egill Einarsson, eða Gillzenegger, hafi upprunalega verið bloggari. Það sé ótrúlegt að fylgjast með því hvernig hann hafi skotist upp á stjörnuhimininn. Hann hafi nýtt sér sterklega líkamsbyggingu sína og skrúðmælgi um konur til þess að byggja upp veldi sem feli í sér sjónvarsþætti, metsölubækur, fjölda auglýsinga og fjölda viðtala. Þá segir pistlahöfundur að Tobba Marínós sé kvenkynsútgáfan af Gillz. Hún sé stefnumótaráðgjafi og slúðurdrottning sem hafi unnið sér frægð einhvern tímann á síðasta ári. Loks segir pistlahöfundur að Ásdís Rán hafi blómstrað sem eiginkona knattspyrnumanns og síðar náð að byggja upp feril sem fyrirsæta. Hún hafi sett á laggirnar eigin snyrtivörulínu og tiplað á tánum á undirfötunum. Pistlahöfundur segir að Ásdís Rán sé ef til vill ekki sannfærandi femínisti en hún hafi sínar björtu hliðar, sem pistlahöfundur telur upp.
Mál Jóns stóra Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira