Áfram-hópurinn: Segjum Já við Icesave 24. mars 2011 14:30 Áfram-hópurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum fyrr í dag. Áfram-hópurinn er þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem kýs að taka ábyrga og upplýsta afstöðu gagnvart Icesave-samningi Íslendinga við Breta og Hollendinga. Besta leiðin í stöðunni, að mati hópsins, er að segja „Já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Þannig verði horfið frá stöðnun og stórt skref stigið fram á við til enduruppbyggingar efnahags- og atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áfram-hópnum. Á fundinum voru mættir 14 aðstandendur hópsins - en aðstandendahópurinn telur þegar 60 manns, víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Dóra Sif Tynes, lögmaður, flutti opnunarávarp, þar sem hún sagði hópinn sammála um það að farsælast og áhættuminnst væri að ljúka Icesave-málinu með þeim samningum sem nú liggja fyrir. „Sátt í þessu máli verður ekki náð nema að fram fari málefnaleg og heildstæð umræða um málið, þar sem öll sjónarmið koma fram svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag," sagði Dóra.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir. „Fyrirtæki hafa ekki aðgang að erlendum lánamörkuðum, sem er forsenda þess að koma efnahagslífinu af stað og endurheimta þann kaupmátt sem við höfum tapað. Þar stendur Icesave í veginum. Við teljum því Icesave vera hluta af okkar kjarabaráttu." Margrét Kristmannsdóttir sagði spurninguna um lagaskyldu Íslendinga til greiðslu löngu vera orðna að aukaatriði. „Icesave snýst um lífskjör okkar á komandi árum, um að stækka kökuna, svo það verði meira til skiptana fyrir okkur öll." Að lokum sagði Gunnar Ellert Geirsson, framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ, Suðurnesjamenn þekkja af eigin raun hversu mikil þörf er til að koma fjárfestingu í atvinnulífinu af stað. „Ég segi já við Icesave vegna framtíðarinnar," sagði Gunnar Ellert. Áfram-hópurinn heldur úti heimasíðunni afram.is, þar sem hægt er að fræðast frekar um afstöðu aðstandenda hans til samningsins. Icesave Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Áfram-hópurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum fyrr í dag. Áfram-hópurinn er þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem kýs að taka ábyrga og upplýsta afstöðu gagnvart Icesave-samningi Íslendinga við Breta og Hollendinga. Besta leiðin í stöðunni, að mati hópsins, er að segja „Já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Þannig verði horfið frá stöðnun og stórt skref stigið fram á við til enduruppbyggingar efnahags- og atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áfram-hópnum. Á fundinum voru mættir 14 aðstandendur hópsins - en aðstandendahópurinn telur þegar 60 manns, víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Dóra Sif Tynes, lögmaður, flutti opnunarávarp, þar sem hún sagði hópinn sammála um það að farsælast og áhættuminnst væri að ljúka Icesave-málinu með þeim samningum sem nú liggja fyrir. „Sátt í þessu máli verður ekki náð nema að fram fari málefnaleg og heildstæð umræða um málið, þar sem öll sjónarmið koma fram svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag," sagði Dóra.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir. „Fyrirtæki hafa ekki aðgang að erlendum lánamörkuðum, sem er forsenda þess að koma efnahagslífinu af stað og endurheimta þann kaupmátt sem við höfum tapað. Þar stendur Icesave í veginum. Við teljum því Icesave vera hluta af okkar kjarabaráttu." Margrét Kristmannsdóttir sagði spurninguna um lagaskyldu Íslendinga til greiðslu löngu vera orðna að aukaatriði. „Icesave snýst um lífskjör okkar á komandi árum, um að stækka kökuna, svo það verði meira til skiptana fyrir okkur öll." Að lokum sagði Gunnar Ellert Geirsson, framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ, Suðurnesjamenn þekkja af eigin raun hversu mikil þörf er til að koma fjárfestingu í atvinnulífinu af stað. „Ég segi já við Icesave vegna framtíðarinnar," sagði Gunnar Ellert. Áfram-hópurinn heldur úti heimasíðunni afram.is, þar sem hægt er að fræðast frekar um afstöðu aðstandenda hans til samningsins.
Icesave Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira